Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 90
Ólafur Bjarni Halldórsson
álfarnir, blessa pörin sem eru sofnuð með miklum þokka, og hverfa síðan
á braut. Aðeins Bokki álfur (Hrói heillakarl) verður eftir. Hann ávarpar
áhorfendur og biður þá að fyrirgefa ef kynni þeirra af álfunum hafi ekki
verið góð. Þetta hafi aðeins verið draumur. Hann býður þeim góða nótt
og lofar að þeim verði launað ef þeir sýni þá vináttu að gefa þeim gott
lófaklapp að lokum.1
Bygging leikverksins
Eins og söguþráðurinn gefur til kynna er atburðarás verksins býsna hröð
og margþætt. I leikritinu má finna þríþætta fléttu sem rekur sig beint eða
óbeint til upphafsins — aðdraganda að brúðkaupi Þeseifs og Hippólítu.
Meginfléttan eða rás atburða tengist flótta Hermíu og Lísanders út fyrir
borgarmörk Aþenu. Þá verða deilur álfakóngs og drottningar til þess að álf-
arnir fara að hafa afskipti af málum Aþeninganna ungu. í þriðja lagi verða
afskipti Bokka álfs af handverksmönnunum til þess að einn þeirra, Spóli
vefari, blandast um stund inn í líf álfadrottningar.
Skipting Aristótelesar á harmleikjum í tvo hluta flœkju og lausn getur
alveg átt við Draum á Jónsmessunótt þótt hann sé öðru fremur gaman- og
gleðileikur. Flækjan vindur fljótlega upp á sig í upphafi verks með neitun
Hermíu að giftast eftir vilja föður síns. Hún magnast með atburðarásinni í
skógum Aþenu, sér í lagi fyrir tilstilli Bokka álfs sem bæði gerir þau mistök
að dreypa ástarvökvanum á augnlok Lísanders og þar með setja samband
hans og Hermíu og uppnám og krýna síðan Spóla vefara með asnahöfði og
kveikja með því fáránlegt ástarsamband hans við Títaníu álfadrottningu.
Hvörfin eða öllu heldur gafuhvörfin í verkinu verða þegar mistökin eru
leiðrétt með mótefni úr töfrablómi sem vinnur á áhrifum töfravökvans.
Athafnir Bokka álfs eru því orsök flakjunnar sem vindur upp á sig með
álfum og mönnum, en síðari athafnir hans verða sömuleiðis lykillinn að
lausn. Hvörfm eru því undanfari lausnar sem er að sjálfsögðu sú að regla
kemst á óreiðuna. Allir hreppa sinn „rétta“ maka, álfakóngur og drottn-
ing sættast, og þreföldu brúðkaupi lýkur með klúðurslegri uppsetningu á
leikriti handverkmannanna, blessun álfanna yfir brúðhjónunum og loka-
orðum Bokka álfs sem gefa áhorfendum til kynna að þeir hafi verið sam-
ferðamenn í draumi á Jónsmessunótt.
i Helstu heimildir: The Plays and Sonnets ofWilliam Shakespeare. Willam Shakespeare:
Leikrit, þýð. Helgi Hálfdanarson. Vefsíður: http://www.sparknotes.com/shakepeare/msnd/
summary.html; http://en.wikipedia.org/wiki/A_Midsummer_Night's_Dream.
88
d Jfayeöd — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009