Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 48
Salka GuSmundsdóttir
um í vængi“,' og síðar birtist vængjaminnið aftur bæði í 3. og 5. forspjalli.
Annars staðar fljúga vonir og hrapa með vængjaslætti,2 franski prinsinn
svífur „sem haukur“3 er hann situr hest sinn, og svo mætti lengi áfram
telja. Þýðandinn er hersýnilega meðvitaður um þetta ríkjandi myndmál
og hann nær nánast alltaf að halda líkingamálinu á sömu slóðum. Sem
dæmi má nefna 3. forspjall:
ÞULUR A ímyndunaraflsins skjóta væng
svífur vort leiksvið enn með hugans hraða.4
Þýðandinn bætir um betur og slcýtur íslenska orðinu „hugarflug“ inn síðar
í sama forspjalli, en slíka vísun er ekki að finna í frumtexta:
ÞULUR Vort hugarflug skal hærra, svo vér sjáum
skipsdrengi klífa reiðans reipi og stög [...]’
Þarna grípur Helgi tækifæri sem íslenskan sér honum fyrir, og vinnur með
ríkjandi myndmál textans, svo og þá hugmynd að leiksviðið, persónurnar
og áhorfendurnir fljúgi með ógnarhraða í gegnum leikinn. Hér sést hversu
meðvitaður þýðandinn er um heildarsvip textans. Á öðrum stað (IV.6, 15)
fellur út tilvísun frumtextans í flug sálarinnar upp til himna, og ef til vill
hefur Helgi reynt að bæta upp fyrir það hér eða annars staðar.
Konungurinn ungi brennur af ástríðu, vígamóði og sjálfstrausti, og í
því líkingamáli sem að honum snýr er mikið af sól, bruna og hita. Spur-
geon bendir á að svipað mynd- og líkingamál megi sjá í öðrum söguleikrit-
um skáldsins, til að mynda í Hinriki áttundaS Sjálfur ber Hinrik fimmti
sig af dæmigerðri hógværð saman við sólina:
[..] en þar mun ég rísa upp í slíkum ljóma,
að ofbjart verður allri franskri sjón,
og prinsinn blindast, er hann lítur oss.7
Líkingin er endurtekin í 3. forspjalli en þar gengur Helgi skrefinu lengra
en Shakespeare, sem talar um Föbus. Helgi kýs að tala beinum orðum
1 Shakespeare, Hinrikfimmti, 1.2, 308.
2 Ibid., IV. 1,105-108.
3 Ibid., III.7,14-15.
4 Ibid., 3. forspjall, 1-2.
5 Ibid., 7-8.
6 Spurgeon, Shakespeare's Imagery, 238.
7 Shakespeare, Hinrikfimmti, 1.2, 279-280.
46
á .fidayf'tá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009