Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 72
Ásdís Sigmundsdóttir
arar sögu er eftir Italann Masuccio og kom út 1476.' Luigi da Porto end-
urskrifaði hana svo 1530, en hann er í raun með alla meginþætti frásagn-
arinnar og nöfn allra helstu persóna,2 og síðan endurritaði Matteo Bandello
hana á ný 1554.:í Saga Bandellos var svo þýdd á frönsku af Boisteau og kom
út 1559. Utgáfa Boisteaus var þýdd á ensku, annars vegar á ljóðformi af
Arthur Brooke 1562, og hins vegar í prósaformi af William Painter 1567.
Leikrit Shakespeares er svo yfirleitt talið skrifað um 1595A
Söguljóðið The Tragicall Historye ofRhomeus andIuliet eftir Arthur Brooke
og nóvella Painters úr Palace of Pleasure eru sem sagt þýðingar á sömu
frönsku þýðingunni eftir Boisteau á sögu Bandellos.5 Ljóð Brookes var gef-
ið út 1562, aðeins þremur árum eftir útkomu þýðingar Boisteaus, og síðan
endurprentað 1567 og 1587. Hann fylgir söguþræði nóvellunnar nokkuð
nákvæmlega en gerir þó nokkrar breytingar sem nánar verður fjallað um
hér að neðan. Textar Brookes og Shakespeares hafa verið bornir saman af
mikilli nákvæmni og má sjá mikla samsvörun bæði hvað efnisatriði, ein-
stakar línur og myndmál varðar.6 Ekki er hægt að sjá sömu samsvörun með
verki Painters en í ljósi þess að Shakespeare virðist hafa unnið önnur verk
úr texta Painters og hann er m.a. með sömu útgáfu af nafni Rómeós þá
má leiða að því líkum að hann hafi a.m.k. þekkt útgáfu Painters þó óvíst
sé hvort hann hafi haft hana til hliðsjónar.7 Verk Painters gefur hins vegar
glögga mynd af annars konar útfærslu af sama grunni sem einnig naut mik-
illa vinsælda á ritunartíma verkanna.
1 Olin H. Moore, ‘Tlie Sources ofMasuccio’sThirty-TlrirdNovella’, Italica, 15/3 (Sep. 1938),
156-59. Moore telur að Masuccio hafi byggt sögu sína á nokkrum sögum eftir Boccaccio
úr Decameron.
2 Adolph Caso (ritstj.), Romeo and Juliet: original text of Masuccio Salernitano, Luigi de
Porto, Matteo Bandello and William Shakespeare, þýð. Percy Pinkerton (Branden Books,
1992).
3 Sjá yfirlit Brians Gibbons í inngangi sínum í: William Shakespeare, Romeo and Juliet,
ritstj. Brian Gibbons (2 útg., Arden Shakespeare: Cengage Learning, 2002), bls. 33-34.
4 Þetta ferli undirstrikar merkingarleysi orðsins ffumtexti í bókmenntarannsóknum.
5 Arthur Brooke, Romeusandluliet, ritstj. P.A Daniel (Originals and Analogues, 1; London:
New Shakespeare Society, [1562] 1875).; William Painter, Palace ofPleasure, ritstj. Joseph
Jacobs, 3 bindi (3; New York: Dover publication, [1567] 1966).; Matteo Bandello, XVIII
histories tragiques, extraictes des oevres italiennes de Bandel et mises en langue Jranfoise, les
six premiéres, par Pierre Boisteau, surnommé Launay, les douze suivans, par Franc. de Belle-
Forest (1568-1616). Boisteau var lítt hrifinn af stíl Bandellos og breytti honum því mikið þó
efnisatriðin séu að mestu þau sömu.
6 Sjá t.d. Brooke, Romeus and Iuliet, bls. xii-xvii.
7 Olin H. Moore, ‘Shakespeare’s Deviations from Romeus and Iuliet’, PMLA, 52/N0.1
March (1937), 68-74. Hann heldur því fram að nokkur atriði séu komin inn í texta
Shakespeares beint frá Luigi da Porto en rök hans eru ekki sannfærandi að mínu mati.
70
d JSnyeBá- — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009