Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 77

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 77
Shakespeare og þýSingar bæði Rómeó og Júlía hafa þjáðst mikið yfir aðskilnaðinum. En þegar þau hittast á ný hefur Júlía Brookes áhyggjur af því að Rómeó náist rétt eins og Júlía Shakespeares1 2 og vill að hann lofi að giftast sér ef „wedlock be the end and mark which your desire hath found:“: og tii að sanna að það sé ekki einungis meydómur hennar sem hann sækist eftir. Hjá Painter er at- burðarásin og röksemdafærsla Júlíu nokkurn vegin sú sama og hjá Brooke en þó með nokkrum áherslumun. Rétt eins og hjá Brooke veltir hún fyrir sér hvort eitthvað misjafnt liggi að baki hjá Rómeó en telur viðbrögð hans og fríð ásýnd mæla gegn því. Hún kemur líka fram með þá hugmynd að hjónaband þeirra geti haft jákvæðar afleiðingar en hún er mun ákveðnari í afstöðu sinni en Júlía Brookes. Hún segir: I wyll persyst immutable to the laste gaspe of Lyfe, to the intente I may have hym to be my husband: for it may so come to passe, as this newe aliaunce shall engender a perpetuall peace and Amity betweene hys House and mine.3 Hlutverk Júlíu er síst minna hjá Painter en hjá Brooke eða Shakespeare. Hún fær mikið rými til að útlista tilfinningar sínar og niðurstöður og hún er klárlega gerandi í örlögum sínum en eldd passíf. Hjá Brooke má enn sjá merki þessarar ákveðnu ungu konu, en hún virðist þó ekki hafa jafn góða yfirsýn eða skilning á því hvernig heimurinn virkar enda er ljóðmælandinn sífellt að vísa í klassískar sögur sem hún geti lært af að ástin sé feigðarflan. Hjá Shakespeare hefur enn dregið úr þessum þáttum í persónu Júlíu þó að enn eimi eftir af þeim enda hafa gagnrýnendur lýst henni sem svo: „Both actor and character are speaking with maturity far beyond their years [...]. Though younger than Romeo, Juliet is more knowing."4 Þessar breytingar á persónu Júlíu, sem gera hana yngri og óreynd- ari, hanga saman við breytinguna á innri tíma verkanna. Hjá Brooke og Painter líða margir mánuðir á milli dansleiksins um jólaleytið, drápinu á Tíbalt um páskana og brúðkaupsins í september. Þannig fá elskendurnir meira ráðrúm til að kveljast og þjást, bæði áður en þau giftast og eftir að Rómeó er dæmdur í útlegð. En einnig til að njótast eftir að þau giftast en áður en Tíbalt er drepinn. Hjá Shakespeare gerist þetta allt á nokkrum dögum. Hröð framrás atburða sem er drifin áfram án þess að áhorfendur né persónur nái andanum er í samræmi við ungan aldur elskendanna sem 1 Sama. Línur 469-99. 2 Sama. Lína 536. 3 Painter, Palace ofPleasure, bls. 88. 4 Shakespeare, Complete works: The RSC Shakespeare, bls. 1677. Gy' — AF OG FRAj EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.