Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 93
Draumur d Jónsmessunótt
latínu) > föðurlandsást. Rómverska ástargyðjan Venus er hins vegar þekkt í
báðum tungumálunum. Þýðingin er vel gerð. Merking víkur lítillega fyrir
stuðlum (t.d. verður sterkur> bjartur í þýðingu) en þetta er væntanlega gert
til að þýðingin fái listrænt yfirbragð.
Helena æskuvinkona Hermíu hittir þau í skóginum. í orðum Helenu
birtast skemmtilegar náttúrulýsingar:
Demetríus loves your fair: O happy fair! Demetríus sér aðeins ásýnd þína,
Your eyes are lode-stars; and your tounge's sweet air þín augu sem hans leiðar-stjörnur skr'na,
More tuneable than lark to shepherd's ear hans eyru hreif rödd þín með þýðum hljóm
When wheat is green, when hawthorn buds appear. Sem þrasta söngur smala er spretta blóm og
hveitið grær.
Hér er þýðanda enn meiri vandi á höndum. Hann fylgir samviskusamlega
runurími frum-textans, sem í þýðingu er kvenrím í fyrri línum og karlrím
í þeim síðari. Auk þess sem hann stuðlar innan línanna og tengir þær með
höfuðstaf. Sérstaklega er önnur lína glæsileg í þýðingu þar sem augunum
er líkt við skínandi leiðarstjörnur. I síðari hlutanum er farið eilítið frjálslega
með náttúrufyrirbæri. Lævirki (e. lark) verður að þresti og útspringandi
rósir (e. hawthorn buds) verða einfaldlega blóm. Segja má að þetta teljist til
þeirra fórna sem færa verður til að fylgja reglum bragsins.
I lok fyrsta þáttar hittast handverksmennirnir sex í húsi Kvists tim-
brara til að æfa leikrit sem þeir hyggjast flytja í brúðkaupi Þeseifs hertoga
og Hippólítu drottningar skjaldmeyjanna. Æfingin hefst á nafnakalli:
Quince-. Is all our company here?
Bottom: You were best to call them generally,
man by man according to the scrip.
Quince: Here is the scroll of every man 's name
which is thought fit, through all Althens, to play
in our interlude before the Duke and the Duchess
on his wedding-day at night."
Kvistur. Erum við ekki allir mættir?
Spóli: Þér er ráðlegast að kalla nafn hvers
og eins eftir listanum.
Kvistur. Hér er nafnaskrá yfir alla þá menn í
Aþenu, sem teljast hæfir til að leika í leikþætti
vorum fyrir hertogann og hertogafrúna á þeirra
brúðkaupskvöldi.“
Eins og sjá má á frumtexta er þessi hluti verksins í óbundnu máli og því
léttara um vik að fylgja frumtexta, enda er það gert. Þýðingin endurspeglar
vel það mikla álit sem Kvistur hefur á þessum hópi lágstéttarmanna. Hann
hefur safnað saman úrvali þeirra hæfileikamanna sem geta tekið þetta mik-
ilvæga hlutverk að sér! Athyglisvert er að í frumtexta er þetta „hans brúð-
kaupsdagur“ en þýðandinn leyfir báðum að eiga hann.
á, . 'jdœýr/oá. — AF OG FRÁ, ÉG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 91