Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 21
Tignyfir tindum og dauSinn á kránni
þessir tveir af höfuðþýðendum íslenskra bókmennta (og þar með tveir
af helstu rithöfundum þjóðarinnar) endurskapa ljóð sem er í sjálfu sér
ofureinfalt en hefur fengið stórt hlutverk á mörgum tungumálum (oft-
ast í samfylgd lagsins). í meðförum Sveinbjarnar getur þetta reynd-
ar vart kallast einfalt ljóð lengur. Hann fer afar frjálslega með frum-
textann, yrkir hann upp þannig að hann verður mun íburðarmeiri en
texti Mohrs, líklega til að hefja hann til móts við hið hátíðlega tilefni.
Alkunna er að íslensk börn spyrja gjarnan hver hann sé þessi „meinvill"
og hvers konar „kind“ þessi mannkind. Þennan texta er hins vegar vart
hægt að „hugsa burt“ úr íslensku jólasamhengi þótt vel mætti syngja
texta Helga til tilbreytingar við tækifæri:1
Stille Nacht! Heilige Nacht!
Alles schlaft; einsam wacht
Nur das traute heilige Paar.
Holder Knab im lockigten Haar,
Schlafe in himmlischer Ruh!
Blíða nótt, blessaða nótt!
Blundar jörð, allt er hljótt.
Fátæk móðir heilög og hrein
hljóðlát vakir, á lokkprúðan svein
horfir í himneskri ró.
Athyglisvert er að Helgi, líkt og Sveinbjörn, einblínir á guðsmóðurina
í stað þess að nefna bæði hin heilögu skötuhjú líkt og Mohr (halda
mætti að þessar þýðingar væru undir kaþólskum áhrifum). Helgi færir
meira að segja hina himnesku ró frá Jesúbarninu yfir á guðsmóðurina;
þessi móðurmynd Helga er einstaklega falleg. Og móðirin horfir á
„sveininn“ litla — ef til vill er þetta ekki með öllu gamanlaust orðaval
hjá Helga, sem minnir á hver hinn raunverulegi jólasveinn sé.
Brugðið á leik með Goethe
En nú að öðru — þar sem hin himneska ró leikur þó einnig veigamikið
hlutverk. I Lesbók Morgutiblaðsins 9. október 1993 birti Helgi grein í
dálki sem hét „Rabb“ og hafði oft gott að geyma. Þessi forvitnilega grein
Helga heitir „Spurt um brag“ og rataði því miður ekki inn í greinasafn
Helga, Molduxa. í greininni fitjar Helgi upp á umræðu um gildi hljóð-
falls og bragforma í ljóðlist. Hann spyr meðal annars hvort eftirfarandi
„klausa“, eins og hann orðar það, geti kallast gott og gilt ljóð sé henni
skipt í línur sisvona:
1 Erlend Ijódfirá liðnum tímum, bls. 88.
Gfi — AF OG FRA> EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 19