Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 22

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 22
Ástráður Eysteinsson Yfir öllum tindum er ró, í krónum trjánna greinir þú vart nokkurn blæ, og fuglarnir þegja um skóginn; sjáðu til, bráðum hvílist þú eins. Þarna er kominn texti, segir Helgi, „sem einhver kynni að kalla „ljóð- rænan“, reyndar texti af því tagi sem vaði uppi í „lausamáli ótal höf- unda og fáum dytti í huga að klippa úr og kalla ljóð, hvort sem línur yrðu hafðar lengri eða styttri.“ Helga þykir greinilega ekki mikið til þessa texta koma, en ljóðelskir lesendur sjá margir fljótt að hér er kom- in allnákvæm þýðing á víðfrægu þýsku ljóði - við höldum okkur við Þýskaland í bili - semsé ljóði eftir Goethe sem oft er nefnt „Wandrers Nachtlied", stundum kallað „Wandrers Nachtlied II“, en heitir strangt til tekið „Ein Gleiches“, þ.e.a.s. „hið sama“ eða „annað eins“ með hlið- sjón af öðru ljóði sem heitir í raun „Wandrers Nachtlied". Það er sem Goethe hafi ekki gert sér grein fyrir hvílfkt snilldarljóð hann hafði ort — þetta var bara enn eitt ljóðið, annað ljóð í svipuðum dúr og hitt ljóðið um ákall ferðalangsins um frið (þessi ályktun skáldsins er í senn rétt og fráleit). Hér kemur ljóð Goethes (sem Helgi birtir í grein sinni) og texti Helga að nýju: Wandrers Nachtlied (Ein Gleiches) Uber allen Gipfeln Ist Ruh, In allen Wipfeln Spiirest du Kaum einen Hauch; Die Vögelein schweigen im Walde. Warte nur, balde Ruhest du auch. Yfir öllum tindum er ró, í krónum trjánna greinir þú vart nokkurn blæ, og fuglarnir þegja um skóginn; sjáðu til, bráðum hvílist þú eins. Þetta er býsna skemmtilegt dæmi um þýðingu sem skopstælingu, paró- díu sem í þessu tilviki á að sýna að eftirfylgni í inntaki og hrynjandi dugi ekki til að skila sómasamlegu, hliðstæðu ljóði. Hins vegar er Helga fyrirmunað að gera þetta án þess að óvart verði til markverðar línur; í þessu tilviki tvær, a.m.k. hvor í sínu lagi en kannski ekki saman: „og 20 á .jOr/yrijá — Tf.MARIT um ÞÝÐINGAR NR. 13 / 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.