Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 22
Ástráður Eysteinsson
Yfir öllum tindum
er ró,
í krónum trjánna
greinir þú
vart nokkurn blæ,
og fuglarnir þegja um skóginn;
sjáðu til, bráðum
hvílist þú eins.
Þarna er kominn texti, segir Helgi, „sem einhver kynni að kalla „ljóð-
rænan“, reyndar texti af því tagi sem vaði uppi í „lausamáli ótal höf-
unda og fáum dytti í huga að klippa úr og kalla ljóð, hvort sem línur
yrðu hafðar lengri eða styttri.“ Helga þykir greinilega ekki mikið til
þessa texta koma, en ljóðelskir lesendur sjá margir fljótt að hér er kom-
in allnákvæm þýðing á víðfrægu þýsku ljóði - við höldum okkur við
Þýskaland í bili - semsé ljóði eftir Goethe sem oft er nefnt „Wandrers
Nachtlied", stundum kallað „Wandrers Nachtlied II“, en heitir strangt
til tekið „Ein Gleiches“, þ.e.a.s. „hið sama“ eða „annað eins“ með hlið-
sjón af öðru ljóði sem heitir í raun „Wandrers Nachtlied". Það er sem
Goethe hafi ekki gert sér grein fyrir hvílfkt snilldarljóð hann hafði ort
— þetta var bara enn eitt ljóðið, annað ljóð í svipuðum dúr og hitt ljóðið
um ákall ferðalangsins um frið (þessi ályktun skáldsins er í senn rétt og
fráleit).
Hér kemur ljóð Goethes (sem Helgi birtir í grein sinni) og texti
Helga að nýju:
Wandrers Nachtlied (Ein Gleiches)
Uber allen Gipfeln
Ist Ruh,
In allen Wipfeln
Spiirest du
Kaum einen Hauch;
Die Vögelein schweigen im Walde.
Warte nur, balde
Ruhest du auch.
Yfir öllum tindum
er ró,
í krónum trjánna
greinir þú
vart nokkurn blæ,
og fuglarnir þegja um skóginn;
sjáðu til, bráðum
hvílist þú eins.
Þetta er býsna skemmtilegt dæmi um þýðingu sem skopstælingu, paró-
díu sem í þessu tilviki á að sýna að eftirfylgni í inntaki og hrynjandi
dugi ekki til að skila sómasamlegu, hliðstæðu ljóði. Hins vegar er Helga
fyrirmunað að gera þetta án þess að óvart verði til markverðar línur; í
þessu tilviki tvær, a.m.k. hvor í sínu lagi en kannski ekki saman: „og
20
á .jOr/yrijá — Tf.MARIT um ÞÝÐINGAR NR. 13 / 2009