Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 31
Sveinn Einarsson
Um Helga Hálfdanarson og
leikritaþýðingar hans
I. Landnám
I öndverðu langar mig til að fara örfáum orðum um leikritaþýðingar á
Islandi frá upphafi.
Fyrsta þýðingin er á Belíals þœtti eftir Sebastian Wild sem uppi var
um miðja sextándu öld og bjó í Augsburg. Þetta var skólaleikur, og samdi
Wild, sem annars er ekki í hópi hinna þekktustu á þeim vettvangi, nokkra
slíka. Af hverju þessum einstaka leik skolaði hingað til Island vitum við
ekki, en þýðingin er trúlega frá því um 1630. Reyndar munu eldri t.d. Sam-
tal œðru og hugrekkis, en það var hugsað til uppbyggingar en varla til leiks
Lítið er um þýðingar á klassík alla nítjánda öldina, ef undan er skilin
tilraun Rasmusar Rasks til að koma Erasmusi Montanusi yfir á íslensku og
kallaði Jóhannes von Háksen, og kom löngu síðar út undir handarjaðri Jóns
Helgasonar. Og þó: Brot er til úr grískum leikjum eftir t.d. Grím Thom-
sen og svo auðvitað Hómerskviður, og þá notaði Sveinbjörn fornyrðislag
í seinni atlögunni að Ódysseifskviðu. Þá þegar voru menn farnir að velta
fyrir sér klassískum bragarháttum, hexameter og svo framvegis. En eins
og kunnugt er notuðu grísku leikskáldin margvíslega bragi. Og svo er eitt
sem vill gleymast í ákafa leikhúsfólks og fjölmiðlafólks að koma á framfæri
raunveruleikalíkingu: bundið mál hefur fylgt okkur allar götur frá því að
leiklist varð til. Misjafnlega mikið, að vísu, á ólíkum skeiðum, en ég minni
á Shakespeare-tímann og blank verse, sem Helgi Hálfdanarson hefur skírt
stakhendu, og tíma sólkonungsins í Frakklandi, þegar alexandrínan ræður
ríkjum. Báðir þessir bragarhættir skjóta iðulega síðar upp kollinum, ekki
síst á rómantíska skeiðinu, þegar mikið var um bundið mál á leiksviðinu.
Hér langar mig til að víkja örlítið að Sigurði málara. Sigurður Guð-
mundsson bendir á þjóðsagnaminni, söguleg efni og Shakespeare sem
fyrirmyndir. Nemendur hans hlýða kallinu. Séra Matthías þýðir Macbeth
á JJSœý’/óá — AF OG FRÁ, ÉG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMÁL 29