Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 119
Þrjár örsögur
Lírukassi
Það er laugardagsmorgun. Ég rölti um á markaði og götum miðborg-
ar Utrecht. Andi komandi áramóta er í loftinu. Temmilegur þó. Minni
spenna þenur en á jólaföstu. Ég svíf sem aðra miðviku- og laugardaga um
opinn markað stikandi töluna átta — í hvert skipti draga fætur mínir nýjan
tölustaf. Skyndilega ber mig að bási sem selur peysur fyrir aðeins fimmtán
gyllini. Mér finnst þær ekki flottar, en skiltið dregur mig til sín: Fimmtán
gyllini\ Showtime\
Ég fæ mér pizzusneið. Alla miðviku- og laugardaga sömu tegund.
Pizzusneið fyrir 1,85 gyllini.
Fáið ykkur grænmetispizzu!
Nú er ég komin að búðunum. Rölt mitt stikar rómverska tölustafi.
Fyrst kem ég að Zeemans:
Alltaf vörur á góðu verði!
Ég er þar þegar ég heyri í lírukassanum. Ykkur sem eruð óvön líru-
kassa vil ég segja að hann er forboði. Söngur hans segir dauði sé nærri
eða afhjúpun. Ef fólkið aðeins leggði eyrun við! Og horfði á kvikmynd-
ir. Góðu gæjarnir berjast við glæpónana undir hljóði lírukassans. Dæmi:
Handan við hornið er góður drengur í sálarstríði. Hann hefur líf og dauða
í hendi sér. Ekki að hann hafi óskað þess, öðru nær. Kalt stálið í vasa hans
veitir ekkert öryggi, hann veit það nú. Léti hann til skarar skríða mundi
honum mistakast - því hlustar hann á lírukassann. Músikin lætur hann
fresta aðgerðum. Ég veit ekki hvort hann hefur séð The Crying Game eða
Mónu Lísu, þar sem veruleikinn snerist á hvolf í sirkuslegum senum; er
karlar reynast konur og konur lesbíur.
Showtime\
Góði drengurinn. Hann er við það að verða einn af glæpónunum.
Stráklingur spilar á lírukassann, karl stendur þar hjá og hristir álbolla
í takt við músikina. Fólk líður hjá eins og þeir séu ósýnilegir. Ekki gott,
ekki gott. Þau láta sér fátt um finnast. Heyra ekki söng lírukassans, láta
sem hann sé síbylja. En lírukassinn hefur spádómsgáfu, hann rekur rytma
dauðans og dregur þig inn í speglasalinn. Ég leita að smámynt og kasta í
álbikarinn. Er fljót að hugsa: Góði maður, ekki láta mig vera góðan dreng,
elcki láta mig vera góða stúlku. Ég vil ekki deyja í þessu þorpi, vil ekki
að elskan mín heima, langt í burtu, sé á heróíni, vil ekkert vont í mínum
heimi. Þakklátur karlinn hneigir sig. Hann afgreiðir mig í hasti. En ég
heyrði viðvörunina og greiddi mitt gjald. Þar með skipti ég sköpum.
Ný framvinda blasir nú við!
117
GF — NeIj YÐAR NAÐ, EG KANN LITIÐ I ENSKU