Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 48

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 48
Salka GuSmundsdóttir um í vængi“,' og síðar birtist vængjaminnið aftur bæði í 3. og 5. forspjalli. Annars staðar fljúga vonir og hrapa með vængjaslætti,2 franski prinsinn svífur „sem haukur“3 er hann situr hest sinn, og svo mætti lengi áfram telja. Þýðandinn er hersýnilega meðvitaður um þetta ríkjandi myndmál og hann nær nánast alltaf að halda líkingamálinu á sömu slóðum. Sem dæmi má nefna 3. forspjall: ÞULUR A ímyndunaraflsins skjóta væng svífur vort leiksvið enn með hugans hraða.4 Þýðandinn bætir um betur og slcýtur íslenska orðinu „hugarflug“ inn síðar í sama forspjalli, en slíka vísun er ekki að finna í frumtexta: ÞULUR Vort hugarflug skal hærra, svo vér sjáum skipsdrengi klífa reiðans reipi og stög [...]’ Þarna grípur Helgi tækifæri sem íslenskan sér honum fyrir, og vinnur með ríkjandi myndmál textans, svo og þá hugmynd að leiksviðið, persónurnar og áhorfendurnir fljúgi með ógnarhraða í gegnum leikinn. Hér sést hversu meðvitaður þýðandinn er um heildarsvip textans. Á öðrum stað (IV.6, 15) fellur út tilvísun frumtextans í flug sálarinnar upp til himna, og ef til vill hefur Helgi reynt að bæta upp fyrir það hér eða annars staðar. Konungurinn ungi brennur af ástríðu, vígamóði og sjálfstrausti, og í því líkingamáli sem að honum snýr er mikið af sól, bruna og hita. Spur- geon bendir á að svipað mynd- og líkingamál megi sjá í öðrum söguleikrit- um skáldsins, til að mynda í Hinriki áttundaS Sjálfur ber Hinrik fimmti sig af dæmigerðri hógværð saman við sólina: [..] en þar mun ég rísa upp í slíkum ljóma, að ofbjart verður allri franskri sjón, og prinsinn blindast, er hann lítur oss.7 Líkingin er endurtekin í 3. forspjalli en þar gengur Helgi skrefinu lengra en Shakespeare, sem talar um Föbus. Helgi kýs að tala beinum orðum 1 Shakespeare, Hinrikfimmti, 1.2, 308. 2 Ibid., IV. 1,105-108. 3 Ibid., III.7,14-15. 4 Ibid., 3. forspjall, 1-2. 5 Ibid., 7-8. 6 Spurgeon, Shakespeare's Imagery, 238. 7 Shakespeare, Hinrikfimmti, 1.2, 279-280. 46 á .fidayf'tá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.