Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 18
Ástráður Eysteinsson
Tign yfir tindum og dauðinn á kránni
Um Ijóðaþýðingar Helga Hálfdanarsonar
Þýðingar Helga Hálfdanarsonar á erlendum ljóðum skipta hundruðum og
sköpunarsögu þeirra má rekja aftur á miðja tuttugustu öld. Raunar er ekki
auðvelt að draga einhlít mörk utan um ljóðlistarþýðingar hans, því að hin
fjölmörgu leikrit sem Helgi hefurþýtt eru að stórum hluta í bundnu formi,
þau eru leikljóð, og á því sviði einu hefur Helgi unnið gott ævistarf — raun-
ar væri óhætt að segja það fullum fetum þótt hann hefði ekki gert neitt
annað um dagana. En leikljóðin eru ekki til umfjöllunar í þessu erindi. Á
hinn bóginn má einnig finna í leikritunum ljóð og vísur sem falla utan leik-
bragsins og kalla á söng frekar en bragbundinn leikflutning. Og kannski
er ekki úr vegi að líta hér fyrst á dæmi um slíkt ljóð sem beinlínis truflar
framrás hins reglubundna leiktexta, já ruglar raunar viðstaddar persónur í
ríminu - semsé vísur Ófelíu í Hamletr.'
How should I your true-love know
From another one?
By his cockle hat and staff,
And his sandal shoon.
He is dead and gone, lady,
He is dead and gone,
At his head a grass-green turf,
At his heels a stone.
Hvaða skart ber sveinninn sá
sem þér ann svo vel?
Háan staf og hnýtta skó,
hatt með báruskel.
Hann er dáinn, horfinn, frú,
horfinn moldar til,
torfa græn við höfuð hans,
harður steinn við il.
White his shroud as the mountain snow
Larded all with sweet flowers,
Which bewept to the ground did not go
With true-love showers.
Blæjan hvít sem haustsins mjöll
hagablómum skreytt;
tár á kalda kumlið hans
kom þó aldrei neitt.
i William Shakespeare: The Tragedy of Hamlet, Prince of Denmark. í: The Riverside
Shakespeare, textaritstjóri G. Blakemore Evans, Boston: Houghton Mifflin Company
1974, bls. 1172-1173. Helgi Hálfdanarson: Erlend IjóSfrd liönum tímum, Reykjavík: Mál og
menning 1982, bls. 136.
16
á fSœyrdiá. - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009