Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 29
Tign yfir tindum og dauSinn d kránni
Það angar af seltu
og af kvennablóði
úr æstum ilmföngum
sjávarsíðunnar.
Dauðinn
kemur og fer,
hann fer og kemur,
dauðinn
á kránni
Ásýnd í ljóði
Nú væri spennandi að taka upp þráðinn úr áðurnefndri Lesbókargrein
Helga. Hvað veldur því að form þessa ljóðs er frábært? Eða er það eitthvað
annað en formið sem er frábært við þetta ljóð? Hvaða máli skiptir hrynj-
andin og hvernig er háttað tengslum hljóðfalls og myndmáls þegar ekki eru
fyrir hendi þeir formþættir sem sjá má til dæmis í „Kvöldljóði vegfaranda“
eftir Goethe?
Slíkar og þvílíkar spurningar vakna á vegamótum hefðar og mód-
ernisma og á þeim vegamótum hefur Helgi unnið mikilvægt starf. Það
gerði skáldið og gagnrýnandinn T.S. Eliot líka á sínum tíma. Eliot hefur
löngum verið talinn einn helsti brautryðjandi módernismans (og nútíma-
ljóðsins í þeim skilningi), en hann hafði vakandi auga á hefðinni og orti
öðrum þræði bragbundin og rímuð ljóð. í rannsókn sem við Eysteinn
Þorvaldsson unnum nýlega á viðtökum Eliots í íslenskum bókmennta-
heimi, m.a. á íslenskum Eliotþýðingum, gátum við staðfest það sem við
töldum okkur vita — nefnilega að Helgi Hálfdanarson er lykilmaður í
þessum viðtökum hér á landi.1 Hann þýðir móderníska ljóðabálkinn
„The Hollow Men“ árið 1953 og varð fyrstur til að birta hluta Eyðilands-
ins á íslensku. Hann hefur ennfremur þýtt nokkur önnur mikilvæg ljóð
eftir Eliot. Sögulegt hlutverk Helga á krossgötum hefðar og módernisma
endurspeglast í því, að hann velur bæði bragbundin ljóð og fríljóð eftir
Eliot og færir okkur þannig heim sanninn um átökin og sköpunardeigl-
una í bókmenntasögunni. Ljóðið „Marina“ heyrir til seinni flokknum,
það hefst svo hjá Helga — og enn er ort um dauðann, þann mikla merk-
ingargjafa:2
1 Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson: „T.S. Eliot á Islandf, Skírnir. Tímarit
Hins íslenska bókmenntafélags, 182. árg., haust 2008, bls. 404-437.
2 Erlend Ijóðfirá liðnum tímum, bls. 192.
■ tífi — AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 2!J