Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 30
Ástráður Eysteinsson
Hvaða höf, strendur, grá björg, og hvaða eyjar
Hvaða sjór sleikir um bóginn
Ilmur af furu og þrasta-söngur á bakvið þoku
Hvaða myndir snúa heim
Ó dóttir mín.
Þeir sem hvessa tönn hundsins, og merkja
Dauði
Þeir sem skreyta sig kólibrí-litum, og merkja
Dauði
Þeir sem stía sig í velþóknun, og merkja
Dauði
Þeir sem búa við blóðfuna dýrsins, og merkja
Dauði
Hafa gerzt holdvana, hjaðnað í blæ,
Angan af furu, söngskóga þoku
Sjatnað í sviðsins unað
Hver er sú ásýnd, dulari, skýrari
Æðaslög í armi, veikari, styrkari -
Að gjöf eða láni? í fjarlægð meiri en stjörnur, í nálægð meiri en augað
[...]
Þetta er stórkostleg nútímaljóðlist. Hver er sú ásýnd, svo fjarri og svo nærri
— er hún að gjöf eða láni? Ég finn ekki betri orð til að ljúka þessari umræðu
um ljóðaþýðingar Helga Hálfdanarsonar.
28
d .93ayájá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009