Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 43

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 43
ASsjd Ijóðið rísa harra fornritafræðingur, Baldur Hafstað, hefur fjallað um fornkveðskaparbækur Helga ótilknúinn, ef svo mætti að orði komast.1 Þegar liðið var á fimmta áratug frá útkomu Maddömunnar brá Helgi sjálfur á það ráð að rita Stofn- un Arna Magnússonar, höfuðstöðvum íslenskra fræða, bréfkorn og fór þess á leit að þar á bæ yrði brugðist við þessu riti sem þá var komið út í annarri útgáfu. Og frá Stofnuninni bárust loks viðbrögð rúmum 40 árum eftir að bókin kom fyrst út. Það fór svo að forstöðumaðurinn, Vésteinn Olason, tók að sér að semja álitsgerð um Maddömuna og birtist hún í Tímariti Málsogmenningar, fyrstahefti 2007. Eg fjölyrði ekki um þá grein hér enda óþarfi; Helgi Hálfdanarson brást við henni sjálfur í næsta hefti Tímarits- ins. Um endurreisn Völuspár segir þar m.a.: „Efnið og formið leiðrétta hvort annað, og verða hvort um sig því fullkomnara sem dyggilegar er fylgt þeim vísbendingum sem handritið hefur að geyma.“ Tómlætið um Völuspárskýringar Helga varir enn þótt þessi viðbrögð úr herbúðum íslenskra fræða hafi verið knúin fram. Sífellt er verið að gefa Völuspá út og einnig fræðirit um Eddukvæði í mörgum löndum, en hvergi er minnst á Maddömuna með kýrhausinn. Nær allir vitna í bók Sigurðar Nordals um Völuspá frá 1923 eða 1952 og oftast er um að ræða sömu til- vitnanirnar. Þetta eru staðnaðar útgáfur. Völuspá á betra skilið. Maddaman með kýrhausinn afléttir þessari stöðnun með árangursríkri könnunaraðferð og skýrri, heildstæðri nið- urstöðu. Rannsóknir Helga á miðaldakveðskap, einkum á Völuspá, ættu að vera öllum kærkomið framlag í bókmenntarannsóknum, þar fer hann nýjar leiðir og varpar skýru ljósi á margt sem áður var hulið. Eins og áður segir er þessum pistli ætlað að minna á einn þáttinn í fjöl- þættum rithöfundarferli Helga Hálfdanarsonar, þ.e. umfjöllun hans um um skáldskap, fornan og nýjan. Þótt þýðingar hans séu ótrúlega miklar að vöxtum og vandaðar, gaf hann sér líka tíma til að grandskoða og meta skáldskap frá ýmsum tímum og skrifa um hann. Enginn verður góður ljóðaþýðandi nema hann hafi ríkan áhuga og drjúga ánægju af Ijóðalestri. I umfjöllun Helga Hálfdanarsonar um ljóð skálda kemur glöggt fram skynjun hans á hinum fjölmörgu eigindum skáldskapar. Hann hefur auga með öllu, formi, inntaki, máli, myndum, hljómi, litum og látbragði, sálarlífi og umhverfi. Þetta má glöggt sjá í um- sögn hans um ljóðabækur Snorra Hjartarsonar.2 Það skiptir máli að hljóm- ur rímorðanna falli að merkingu þeirra, og að fas ljóðmálsins fylgi eftir 1 Baldur Hafstað: „Fræðaþulurinn Helgi Hálfdanarson“. Lesbók Mbl. 5. janúar 2002. 2 „Ég er að blaða í bók“. Tímarit Máls og menningar 1955:1. Molduxi, bls. 193-209. d AJÚœy/M - AF og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.