Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 52
Salka Guðmundsdóttir
persónu hans sé einhver dýpt.1 I frumtextanum er framburður hans eng-
an veginn farsakenndur, og það sama á við um orðanotkun. Með sínum
ankannalega framburði í íslensku þýðingunni verða Flúvelín, Makmóris
og Jámi að vitgrönnum farsapersónum og framburðurinn dregur að auki
athygli frá inntakinu. I lestri er textinn einnig sérlega erfiður viðfangs; ég
varð hvað eftir annað að bregða á það ráð að lesa texta Flúvelíns upphátt til
að skilja um hvað hann fjallaði, og þótti þrátt fyrir það oft torvelt að ráða í
einstaka orð. Texti þremenninganna hindrar flæði þýðingarinnar. Það sem
vegur þó þyngst er sú staðreynd að málgalli hefur allt aðra skírskotun en
svæðisbundið málbrigði.
Að sjálfsögðu er hér um vandasamt þýðingaratriði að ræða, og ákvörð-
un þýðandans tekin í afar erfiðri stöðu. Ef til vill væri þó hægt að leysa
það með tilbrigðum í orðaforða frekar en framburði; til dæmis þýðir Helgi
þrátekninguna „look you“ sem „sko til“, sem hefur vissulega ekki sömu
skírskotun fyrir Islendinga og hin upprunalegu orð hafa og/eða höfðu fyr-
ir breska áhorfendur, en nær að vera bæði skondin endurtekning og falla
vel að textanum. Þar sem framburðartilbrigðin eru nokkuð hófstillt í text-
anum, og fer fækkandi eftir því sem líður á verkið, væri ef til vill möguleiki
að fella þau alfarið út og beita einstaka orðum í staðinn.
Sem hluti af hinu stórmerkilega þýðingarverki Helga Hálfdanarson-
ar skipar Hinrik fimmti sinn sess í menningarsögu Islendinga; hann er
bútur af þeirri heildarmynd sem þýðingar á verkum Shakespeares mynda
og ber að fagna því að þessi sígildu verk, sem sífellt er skírskotað til í
vestrænni nútímamenningu, séu öll aðgengileg á íslensku. Hins vegar er
þýðing verksins — hvort sem átt er við þýðingu yfir á annað tungumál eða
upp á leiksvið — verulega miklum vandkvæðum bundin; hið þjóðernislega
hlutverk textans hefur bæði áhrif á málfar hans og inntak. Menningarleg
merking sem og málfarsleg einkenni herforingjanna þriggja fara fyrir ofan
garð og neðan þegar textinn er þýddur yfir í aðra menningu, og þar tel ég
þá leið sem þýðandinn hefur valið fremur hindrun en hitt. Engu að síður
er margt afskaplega vel gert í þýðingunni og þá sérstaklega í myndmáli,
ekki síst í texta konungs svo og í forspjöllunum sem eru svo mikilvægur
þáttur verksins. I þeim kemur skáldið gríðarlega flóknum upplýsingum
á framfæri en notar einnig lýríkina í textanum til að kalla fram skýr-
ar myndir og flytja áhorfandann með sér um sögusviðið. Þessu kemur
Helgi sérlega vel til skila. Hann nær að miklu leyti að flytja hreyfinguna
í frumtextanum yfir á íslensku, þrátt fyrir ólíka bragarhefð og uppbygg-
i í kvikmyndaútgáfu Kenneths Branagh frá árinu 1989 hefur Fluellen til að mynda
umtalsverða dramatíska þyngd; framburður lians og hinna foringjanna tveggja er hófstilltur
og raunar eitthvað klippt í burtu af gamansamari textabrotum.
50
á JSaSýryiiá — Tímaiut um þýðingar nr. 13 / 2009