Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 89
Draumur á Jónsmessunótt
Þeseifs og Hippólítu. Hinn hópurinn eru handverksmenn frá Aþenu sem
eru að æfa leikrit sem þeir vonast eftir að fá að sýna við brúðkaup Þeseifs
og Hippólítu. Oberon og Títanía þrátta um ungan indverskan pilt sem
móðirin hefur gefið Títaníu. Óberon vill fá piltinn í sína þjónustu en Tít-
anía hafnar því. Til að ná fram hefndum sendir Óberon þjón sinn, Bokka
álf, til að sækja töfrablóm sem ná má safa úr og láta hann drjúpa á augn-
lok sofandi persóna sem þá verða ástfangnar af þeim fyrsta sem ber fyrir
augu þeirra er þær vakna. Bokki nær í blómið og Óberon lætur safa þess
drjúpa á augnlok Títaníu er hún sefur. Óberon rekst á ungu Aþeningana
í skóginum og skynjar þá grimmd sem Demetríus beitir Helenu er hún
fylgir honum eftir. Óberon skipar þá Bokka álfi að dreypa töfravökvanum
á augnlok Demetríusar. Bokki hittir fyrir Lísander og Hermíu í skóginum
og heldur að Lísander sé Aþeningurinn sem Óberon átti við. Bokki dreyp-
ir vökvanum því í augu Lísanders er hann sofnar. Þegar hann vaknar sér
hann Helenu fyrst og verður ástfanginn af henni og yfirgefur Hermíu.
Þegar mistökin uppgötvast reynir Bokki að gera gott úr þeim með því að
dreypa vökvanum á augnlok Demetríusar. Bæði Demetríus og Lísander
verða þá ástfangnir af Helenu sem telur víst að þeir séu að hæðast að sér.
Hermía verður afbrýðisöm og vill berjast við fyrri vinkonu sína, Helenu.
Demetríus og Lísander eru um það bil að heyja einvígi um ástir Helenu,
en Bokki álfur ruglar þá með því að herma eftir röddum þeirra og þannig
leiða þá hvorn í sína átt þar til þeir villast í skóginum.
Þegar Títanía vaknar er Spóli vefari sá sem hún fyrst kemur auga
á. Bokki hafði, er hann rakst á handverkmennina í skóginum við leik-
æfinguna, gert það af hrekk að setja asnahaus á Spóla vefara. Títanía verður
umsvifalaust ástfangin af vefaranum þrátt fyrir asnahausinn og dekrar við
hann. Óberon fær eftirsótta indverska piltinn í sína þjónustu og lætur þá
mótefni á augnlok konu sinnar er hún sofnar næst, og vaknar hún svo í
eðlilegu ástandi og furðar sig á fyrri hegðun sinni. Bokki samþykkir með
tregðu að setja mótefni í augu Lísanders. Að því gerðu leiðréttast mistökin
sem valdið hafa miklu uppnámi.
Þeseifur og Hippólíta finna hina sofandi elskendur í skóginum og fara
með þau aftur til Aþenu þar sem slegið er upp þreföldu brúðkaupi hertog-
ans og drottningar skjald-meyjanna, Hermíu og Lísanders og Demetríusar
og Helenu, þegar allir eru orðnir ástfangnir af „réttum aðila“. Eftir brúð-
kaupið horfa brúðhjónin á Spóla vefara og félaga hans í handverkssveitinni
setja upp verkið um Pýramus og Þispu elskendur frá Babýlon, sem Kvistur
timbrari hefur fært í leikbúning. Leiksýningin er einstaklega klaufaleg og
orðfæri leikenda bjagað þannig að harmleikur verður skoplegur og hlægi-
legur. Ahorfendur gera óspart grín að uppfærslunni meðan á leik stendur,
ekki síst Hippólíta. Þegar leik lýkur ganga brúðhjónin til sængur. Þá birtast
ÚJ — AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 87