Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 100
Stefán Sigurkarlsson
Blekiðja í Breiðholtinu
Á námsárum mínum í Kaupmannahöfn kom ég stundum við í Vaisenhús-
apótekinu í Kaupmákaragötu þar sem konan mín starfaði. Þar var þá lyfsali
frú Else Juul Regeur. Eitt sinn spurði ég frúna hvort nokkrir Islendingar
hefðu verið henni samtíða á lyfjafræðiháskólanum. Hún hugsaði sig um
andartak, en svo ljómaði hún öll upp. „Jú, auðvitað, hann Helgi, hvað hét
hann aftur? Jú, Halfdanson. Það var hann sem teiknaði skopmyndirnar af
kennurunum sem hengdar voru upp á fyrstu árshátíðinni, og prófessorarn-
ir urðu mishrifnir af.“
Hér trúi ég við sjáum glitta í æringjann Helga Hálfdanarson sem alla
ævi var býsna uppátækjasamur.
Ein af tiktúrum Helga var Hrólfur Sveinsson, hans „alter ego“ eða
dulnafni Helga. Hrólfur þessi hafði sig í frammi í blöðunum og lenti oftar
en ekki í ritdeilum. Stundum við sjálfan sig, en líka við fólk úti í bæ. Einu
sinni dróst meira að segja kennari í Landbúnaðarháskólanum inn í þessar
deilur, og endaði með því að Hrólfur svaraði með grimmum efnafræði-
formúlum.
Það var svo haustið 1981 að ég hitti Helga Hálfdanarson í fyrsta sinn,
en þá leitaði ég til hans út af mínu eigin blekbulli. Þetta kann að hafa verið
nokkur ofdirfska, en það sem hleypti í mig kjarki var ef til vill vitneskjan
um að hann hafði verið sveitaapótekari eins og ég. Þessi fyrsti fundur
okkar varð mér þó fremur til uppörvunar en andstreymis, og það á ég að
þakka yfirlætisleysi og góðvild Helga Hálfdanarsonar. Þessum tveimur
meginþáttum í skaphöfn hans átti ég eftir að kynnast betur, vegna náinn-
ar vináttu og sálufélags við hann í rúman aldarfjórðung.
Upp úr því að við Helgi urðum Breiðhyltingar tókum við upp á því að
fara í eftirlitsferðir um hverfið. En ferðir þessar fórum við til þess að líta
eftir siðferðinu í Breiðholtinu, sem að sögn var ekki til fyrirmyndar. Ekki
vorum við þó mjög uppteknir við þetta eftirlit, fremur en ýmsir aðrir eftir-
litsmenn hér á landi, enda höfðum við margt annað að hugsa.
Þessar ferðir okkar Helga urðu margar áður yfir lauk. Og enn sé ég
98
d .93/rytíá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009