Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 124
Höfundar og þýðendur
Adonis (f. 1930, Þrjú Ijóð bls. 102) er sýrlenskt-líbanskt skáld og er með þeim kunnustu á ar-
abíska tungu, en nafn hans hefúr oftar en einu sinni heyrst í tengslum við Nóbelsverðlaunin.
Astráður Eystcinsson (f. 1957, Tign yfir tindum og dauðinn d kránni bls. 16) er prófessor í
bókmenntafræði og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Islands.
Asdis Sigmundsdóttir (f. 1973, Shakespeare og þýðingar bls. 64) er doktorsnemi í bók-
menntafræði við Háskóla íslands.
Baldur Óskarsson (f. 1932, Heillaður bls. 100) er ljóðskáld og þýðandi. Síðast kom út bókin
1 vettling manns (2007), svipmyndir og minningabrot í í óbundnu máli.
Eysteinn Þorvaldsson (í 1932, Aðsjd Ijóðið rísa hœrra bls. 36) cr prófessor emeritus í íslensku
við Kennaraháskóla fslands, nú menntavísindasvið Háskóla íslands.
Hein, Manfred Peter (f. 1936, Yfirflugu hrafnar Óðins bls. 104) er þýskt ljóðskáld, þýðandi
og fræðimaður búsettur í Finnlandi. Hann er margverðlaunaður fýrir kveðskap sinn og
þýðingar.
Hlín Agnarsdóttir (f. 1953, Hversu kátar eru Vindsórkonuri bls. 52) er leikstjóri, rithöfundur
og meistaranemi í bókmenntafræði við Háskóla íslands. Önnur skáldsaga hennar, Blómin
frá Maó, kemur út haustið 2009.
Gauti Kristmannsson (f. 1960, Þýðandi þjóðarinnar bls. 10, Yfir flugu hrafnar Óðins bls.
104) er dósent í þýðingafræði við Háskóla íslands
Ingibjörg Haraldsdóttir (f. 1942, Greiðvikinn náungi bls. 8) er skáld og þýðandi. Nýjasta
bók hennar er Veruleiki draumanna - endurminningar (2007).
Jóanes Nielsen (f. 1953, Járnstiginn bls. 120) er með kunnustu rithöfúndum Færeyja.
122
á .ffiayáá - Tímarit um i-ýðingar nr. 13 / 2009