Þjóðmál - 01.12.2009, Page 5

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 5
Ritstjóraspjall Vetur 2009 _____________ Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin í opin berri um ræðu á Íslandi . Segja má að hún hafi færst nið ur á plan sem hvergi þekk ist með sið mennt uðum þjóðum . Hvergi annars staðar er opinber umræða á sam bæri legu kjafta vaðals stigi þar sem hver sleggju dóm urinn rekur annan í lágkúru­ legu nið ur rifstali . Því er nánast slegið föstu að allir stjórnmálamenn og allir embættis­ menn í landinu séu gjörspilltir ónytjungar og Íslandi sé í rauninni ekki viðbjargandi . Þetta er auðvitað fásinna . Á fáum ára­ tugum höfum við byggt upp nútímalegt sam félag sem stenst samjöfnuð við allt sem best gerist með öðrum þjóðum . Lífskjör og lífsskilyrði á Íslandi eru eins og þau best þekkjast í heiminum – og fyrir það eigum við að vera þakklát . Vissulega er áfallið af banka hruninu þungbært og við getum eng um um það kennt nema sjálfum okkur . Vegna heimsku, sjálf birg ings­ hátt ar, reynslu leys is og vit firr i ngs legrar græðgi fóru bankarnir á haus­ inn með hrika legum afleið ingum fyrir margt fólk sem ekkert hafði til þess unnið . Þetta er auð vit að hörmulegt og okkur ber að læra af þessum mistök­ um . En það bætir ekk ert ástand ið að gera lítið úr því sem við höf um vel gert í þessu landi . Ein mitt við þessar að stæð­ ur eigum við að vera með hug ann við það sem okkur hefur tekist best og blása okk ur þannig í brjóst kjark og þor til að takast á við erfiðleik ana og yfirstíga þá . Mikilvægt er að við reynum að hafa hug fast hver við erum . Við erum ein­ ung is 300 .000 manna samfélag . Öll okkar samfélags bygging á að miðast við þá stað­ reynd . Þegar við ráðstöfum skattfé til utan­ ríkis þjónustunnar og annarra ríkis stofnana eig um við fyrst og fremst að hafa í huga smæð okkar . Hvers konar stjórnkerfi hæfir 300 .000 manna samfélagi? Hversu víð tæk um erlendum sam skiptum getur 300 .000 manna samfélag tekið þátt í? Þegar við inn leiðum lög og reglur ESB í samræmi við EES­samning­ inn eigum við fyrst og fremst að hugsa um hvort þau séu til gagns eða ógagns fyrir okkar litla samfélag . Jafnt einstakl ing um sem þjóðum farn ast best þegar þau gera sér grein fyrir sjálfum sér, þekkja styrkleika sína og veikleika . Að svo mæltu óska ég lesend­ u m gleði legra jóla og far sæld ar á kom andi ári .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.