Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 10
8 Þjóðmál vetur 2009
Nýlega var skýrt frá því, að kínversk stjórnvöld hefðu ákveðið að setja
viðræður við Íslendinga um fríverslun í salt .
Gerð frí versl unarsamningsins hafði verið á
döfinni frá árinu 2004 .
Í júlí 2006 fór Valgerður Sverrisdóttir, þá
verandi utanríkisráðherra, til Kína . Í heim
sókninni var lýst yfir því, að Ísland gæti
orðið fyrsta Evrópulandið til að gera frí
verslunarsamning við Kína . Taldi Valgerður,
að samningurinn gæti gefið Íslandi ákveðið
markaðsforskot gagnvart Evrópulöndum og
Banda ríkjunum . Evrópusambandið annaðist
gerð fríverslunarsamninga fyrir aðildarríki
sín, svo að einstök lönd innan þess gætu ekki
sam ið tvíhliða við Kína . Orðétt var haft eftir
Val gerði í Morgunblaðinu:1
„Sá áhugi sem hefur komið frá Kínverjum
lofar mjög góðu en samningurinn myndi t .d .
geta gengið út á vöruviðskipti, hugverkarétt
indi og þjónustuviðskipti . Fiskurinn er auð
vitað ofarlega hjá okkur en þetta gæti komið
sér vel fyrir fjölda fyrirtækja .“
1 Mbl., 5 . júlí 2006 .
Valgerður Sverrisdóttir gerði meira í þessu
máli á þeim skamma tíma, sem hún var utan
ríkisráðherra, því að í desember 2006 fór hún
að nýju til Kína og ritaði þá undir vilja yfir
lýs ingu um upphaf fríverslunar við ræðn anna .
Enn ræddi Morgunblaðið við hana .2 Val gerður
taldi viljayfirlýsinguna stórt og ánægjulegt
skref í átt að frí versl unarsamningnum . At
hyglis vert væri, að Kín verjar vildu semja við
Íslend inga eina en ekki EFTAþjóðirnar sam
eiginlega, þótt öll EFTAríkin vildu semja um
frí verslun við Kína .
Valgerður sagði viðskipti Kínverja og Ís
lend inga hafa vaxið hröðum skrefum undan
farin ár og starfsemi íslenskra fyrirtækja í
Kína hefði ekki síst ráðið ákvörðun kín verskra
stjórnvalda um að hefja fríverslunarvið ræð ur
beint við Íslendinga .
Í apríl 2009 birtist fréttaskýring í
Morgunblaðinu þar sem sagt var frá því,
samkvæmt heimildum í utanríkisráðuneytinu,
að við ræð ur milli Íslendinga og Kínverja
um fríversl un ar samning gengju vel .
2 Mbl., 5 . desember 2006 .
Af vettvangi stjórnmálanna
_____________
Björn Bjarnason
Íslensk utanríkisstefna
úr sögunni?