Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 12

Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 12
10 Þjóðmál vetur 2009 hann stutt málstað þeirra, sem vilja breyta Evrópusambandinu í sambandsríki í stað ríkjasambands . Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ákváðu einnig, hver yrði fyrsti utanríkisráð herra Evrópusambandsins . Barónessa Catherine Ashton, sem síðast var viðskiptastjóri í fram­ kvæmdastjórn ESB, mun næstu fimm ár stýra 7000 manna utanríkisþjónustu Evrópu­ sambandsins, hinni stærstu í heimi . Um næstu áramót verður 10 til 15 manna sendiráð Evrópusambandsins opnað í Reykjavík . Valið á þeim van Rompuy og barónessunni vakti undrun þeirra, sem höfðu vænst þess, að eftir margra ára samningaþóf um Lissabon­ sáttmálann og nýtt æðsta stjórnkerfi Evrópu­ sam bandsins inn á við og út á við, yrðu heims­ kunnir einstaklingar kallaðir þar til forystu . Ástæðan fyrir hinni óvæntu niðurstöðu er einföld: Stórveldunum innan Evrópu sam­ bands ins, Þýskalandi, Frakklandi og Bret­ landi, þótti þetta hagfelldasta niðurstaðan . For ystu menn Þýskalands og Frakklands eru líklegir til að gegna embættum sínum enn í nokkur ár og vildu ekki neinn, sem skyggði á þau . Gordon Brown er á förum úr leiðtogasæti og fékk að ráða utanríkisráðherranum, úr því að Tony Blair var hafnað sem forseta . IV . Hér á landi hefur síðustu ár vcrið lögð áhersla á rannsóknir í svonefndum smáríkjafræðum . Sérstakt setur í þeim fræðum hefur starfað innan Háskóla Íslands . Rannsóknastarfið hefur ýtt undir þá skoðun, að smáríki hafi meiri áhrif á alþjóðavettvangi en ætla megi af smæð þeirra . Ekki skal dregið í efa, að þetta sé spenn­ andi rannsóknarefni . Að halda því fram, að vilji smáríkja sé mikils metinn innan Evrópu­ sambandsins stenst hins vegar ein faldlega ekki . Hitt er sanni nær, að þar sitji smáríki og standi eins og stóru ríkin vilja . Reynsla okkar Íslendinga af Icesave­málinu ætti að hafa fært okkur heim sanninn um, hve smáríkjum er mikið í mun að ganga ekki gegn vilja hinna stóru . Í ræðu, sem ég flutti í Háskóla Íslands hinn 17 . október 2008, eftir bankahrunið, komst ég þannig að orði, að ný sjálfstæðisbarátta væri óhjákvæmileg til að endurheimta og treysta fjárhagslegan styrk þjóðarinnar . Í nýlegri bók sinni, Umsátrinu, segir Styrmir Gunnars son, fyrrverandi ritstjóri, meðal annars: „Nú þegar heildarmyndin í bankahruninu og efnahagshruninu blasir við, og þá ekki sízt hver afstaða annarra þjóða til okkar hefur verið á erfiðum tímum, hljótum við að endurmeta stöðu okkar í utanríkis­ og alþjóðamálum . Það voru samantekin ráð þjóða, sem við höfum talið helztu vinaþjóðir okkar, að setja okkur stólinn fyrir dyrnar í fjármálum og efnahagsmálum, Svíar og Danir tóku þátt í því, Evrópusambandið tók þátt í því, Bretar, Hollendingar og Frakkar tóku þátt í því . Bandaríkjamenn tóku þátt í því .“ Þetta er umsátrið, sem gefur bók Styrmis nafn . Í henni færir hann rök fyrir því, að í þessum löndum hafi bankastjórum og síðan stjórnmálamönnum þótt óhjákvæmilegt að stemma stigu við fjármálaumsvifum íslenskra banka . Ákvörðun hafi verið tekin um að fella þá . Þar gegndi breska ríkisstjórnin lykil hlutverki og fékk sitt fram . Meira að segja norræn samvinna vék fyrir vilja Breta og Hollendinga . V . Nú er þessi kapítuli bankahrunsins að baki og þá segja sumir okkur fyrir bestu að leita skjóls sem smáríki innan Evrópu­ sambandsins . Þeir virðast enn sannfærðir um, að með því að fórna fiski fyrir evru, njóti smá ríkið Ísland sín best í samfélagi þjóðanna . Fisk urinn er okkur þó enn meira virði en fyrir hrun, svo að ekki sé minnst á orkuna, en innan Evrópusambandsins á sú skoðun vaxandi fylgi að fagna, að líta beri á orku sem sameiginlega auðlind .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.