Þjóðmál - 01.12.2009, Page 24

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 24
22 Þjóðmál vetur 2009 Þegar ég var unglingsstúlka var ég send sumarlangt til ættingja minna við Winni peg vatn í Manitoba . Síðar á ævinni átti ég eftir að koma oft á þessar slóðir, jafnvel upp lifa Íslendingadaginn í Gimli, dansa fram á nótt og spranga um í upphlut ömmu minnar . Það er því svolítið merkilegt að vera komin aftur á þessar slóðir og ferðast í huganum til sömu staða með Christinu Sunley, höfundi bókarinnar Freyjuginning, sem kom út á þessu ári og hefur vakið mikla athygli vestan hafs . Christina, rétt eins og ég, átti skyldfólk, sem settist að við bakka vatnsins og reyndi að draga fram lífið við harðan kost . Margt af mínu fólki iðraðist þess alla tíð að hafa yfirgefið gamla landið, hafði jafnvel samviskubit yfir að hafa hlaupist undan skyldum sínum, eins og einhver orðaði það . Íslendingar beggja vegna Atlantshafsins gátu aldrei fyrirgefið . Og enn, öllum þessum árum síðar, er þessi hugsun ofarlega í hugum fólks . Christina glímir við hana í þessari bók . Hún er þriðja kynslóð Íslendinga í Kanada, hefur glatað málinu og finnur lítið til skyldleika með íslensku þjóðinni . Þetta er ekki bara venjuleg örlagasaga tveggja systra í henni Ameríku . Þetta er saga þeirra kynslóða Íslendinga, sem flúðu land sitt í lok nítjándu aldar og settust að á sléttum Manitoba í Kanada . Og áttu aldrei afturkvæmt . Þetta er bók um ferðalanga í framandi umhverfi í leit að uppruna sínum . Þeir eru með söguna á bakinu, goðs­ öguættjörðina, Ísland hugans og hjartans . Þeir eru afkomendur landnemanna og „það er ekki hægt að eiga nema eina móður og eitt móðurland“ . Freyja er alin upp í dæmigerðu amerísku úthverfi, en á hverju sumri fer hún ásamt móður sinni til Gimli, sem er lítið íslenskt þorp við Winnipegvatn, og dvelst á heimili ömmu sinnar . Afi Freyju er látinn, en hafði verið höfuðskáld Vesturfaranna, vinsæll og mikils metinn . Á heimili ömmu lifir fólkið í minningunni um gamla landið . Það talar íslensku, fer með skáldskap . Sæmundur fróði, Auður djúpúðga og Egill Skallagrímsson eru heimilisvinir . Fólkið vitnar stöðugt í fornkappana og jafnvel hin heiðnu goð . Freyja sogast inn í framandi Í tilefni útkomu bókarinnar Freyjuginning eftir Christinu Sunley Bryndís Schram Í leit að sjálfri sér

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.