Þjóðmál - 01.12.2009, Side 28

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 28
26 Þjóðmál vetur 2009 R itstjórn Morgunblaðsins gerði sér grein fyrir því í júlí 2007, þegar fyrstu fréttir bárust af bandarísku húsnæðisvafningunum og lausafjárþurrð á erlendum lánsfjármörkuðum, hvers konar áhrif sú þróun gæti haft á íslenzku bankana og íslenzku útrásarfyrirtækin . Þetta sést glögglega í Reykjavíkurbréfi í lok júlí það ár . Hins vegar trúðum við Morgunblaðsmenn því sem bankarnir sögðu okkur um fjármögnun sína og þá sérstaklega orðum forsvars manna bæði Landsbankans og Kaupþings . Við gerðum okkur ekki grein fyrir þeim hættum, sem voru fólgnar í innistæðureikningum Lands bank ans í Bretlandi og okkur óraði ekki fyrir því, að allt bankakerfið gæti hrunið, þótt við hefðum efasemdir um Glitni, fyrst og fremst vegna þess, að við töldum okkur vita, að Glitnir væri með stóra gjalddaga á erlendum lánum haustið 2008 . Snemma árs 2008 kom nýr forstjóri Glitn is, Lárus Welding, í heimsókn á Morgun blaði ð . Ég spurði hann um horfurnar fram undan . Hann svaraði með einu orði: „Óhugnan legar .“ Rannsókn á skrifum Morgunblaðsins á ár inu 2007 mun leiða í ljós, að við gerðum okk ur að hluta til grein fyrir því, sem gæti gerzt, en vorum ekki nægilega gagnrýnir á þær upplýsingar, sem við fengum frá íslenzka banka kerfi nu . Hvers vegna vorum við það ekki? Í svarinu við þeirri spurningu er fólginn kjarninn í vandamálum íslenzku þjóðarinnar . Návígið sem einkennir samfélag okkar, svo og reynslan af samskiptum við það fólk sem hlut átti að máli, skiptir hér miklu . Það höfðu verið miklar sviptingar milli forráðamanna Kaupþings og ritstjórnar Morgunblaðsins . Stundum var sambandið gott, á öðrum tímum erfiðara . Fyrir kom, að Kaupþingsmenn leituðu til okkar, þegar þeir töldu sig í vanda í opinberri umræðu . Ámilli ritstjóra Morgunblaðsins á þessum tíma og æðstu forráðamanna Lands­ bankans, þeirra Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs, og Kjartans Gunnarssonar, varaformanns bankaráðs, voru áratuga gömul tengsl frá Heimdallardögum og í síðara tilvikinu fjölskyldutengsl . Þó voru þau samskipti ekki eintómur dans á rósum . Haustið 2003 birtist leiðari í Morgunblaðinu, þar sem talað var um „íslenzka ólígarka“ . Björgólfur Guðmundsson hringdi og sagði efnislega: Þetta er ljótt . Og fékk loforð um að þetta orðalag yrði ekki endurtekið . Hálfu ári Styrmir Gunnarsson Fjölmiðlarnir og hrunið Kaflabrot úr nýrri bók höfundar, Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.