Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 32

Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 32
30 Þjóðmál vetur 2009 Það er svona í stíl við margt annað sem gerst hefur hjá mér á undanförnum árum að ég réðst í það snemma árs að fara að draga saman yfirlit um hlaupasögu mína frá því að taka þátt í fyrsta formlega skemmti­ skokkinu yfir í það að ljúka lengsta og erfiðasta ofurhlaupi í heimi . Það gerir maður með því að snerta styttu Leonídasar í Spörtu á Grikklandi eftir að hafa hlaupið sem leið liggur milli Aþenu og Spörtu á innan við einum og hálfum sólarhring . Leiðin liggur í fótspor Peidippidesar sendiboða sem hljóp forðum daga frá Aþenu til Spörtu til að sækja Aþeningum liðsauka en þeir áttu í stríði við Persa . Það eru allir sammála um það sem reynt hafa að stærra augnablik upplifa venjulegir ofurhlauparar varla . Vegferðin frá fyrsta skemmtiskokkinu er orðin nokkuð löng . Það hefur eitt og annað gengið á eins og gengur . Maður gerir mistök, ætlar sér um of og þannig mætti áfram telja . Maður sigrar einnig sjálfan sig og nær árangri sem fer fram úr björtustu vonum . Mest er þó um vert að reyna að læra af reynslunni, hver sem hún er, og standa þannig sterkari eftir til seinni tíma átaka . Þessi frásögn er nú orðin að dálítilli bók sem kom út hjá Vestfirska forlaginu í byrjun nóvember . Þegar ég byrjaði að pjakka úti og reyna að hlaupa af einhverju viti þá vissi ég ekkert um hlaup, kunni ekkert um hlaup og gat ekkert hlaupið . Þó var einhver löngun til staðar um að gera mig aðeins meir gildandi í dag en í gær í hlaupaheiminum . Þessi löngun dró mig þó áfram mörg erfið spor . Þau draga sig saman þegar verið er að byggja upp einhvern grunn upp úr engu . Á þessum árum hafði maður ekkert til að styðjast við í upphafi . Smám saman byggði maður upp eigin reynslubanka . Mest var þó um vert að kynnast öllu því ágæta fólki sem hefur tekið útihlaup upp sem lífsstíl sér til ánægju, heilsubótar og andlegrar styrkingar . Það er gegnumgangandi meðal hlaupara, hvaðan sem þeir koma, að þar er hver maður boðinn og búinn til að miðla öðrum af reynslu sinni, styðja hver annan og leggja þannig sitt af mörkum til að gera hópinn sterkari . Það er allra hagur að hækka standardinn og auka gæðin . Það skilar sér margfalt aftur . Það hefur verið gefið töluvert út af bókum um hlaup erlendis . Margar þeirra hefur maður nýtt sér til að safna í þekkingarsarpinn . En flestar þeirra eiga það sammerkt að þær eru frekar fræðilegs eðlis og fjalla um hlaupin út frá því sjónarhorni . Álag og álagsmeiðsl, mataræði, undirbúningur fyrir hlaup, taktík í hlaupum og þannig mætti áfram telja . Ég hef hins vegar ekki séð mikið af bókum Gunnlaugur Júlíusson Hlaupið og skrifað fyrir Eddu Heiðrúnu og Grensás
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.