Þjóðmál - 01.12.2009, Page 33
Þjóðmál vetur 2009 31
þar sem fjallað er um hvað er að gerast hjá
einstaklingnum í gegnum lengra tímabil,
sigra og ósigra . Ég hef lesið margar frásagnir
af einstökum hlaupum sem hafa hjálpað
mér mikið, sérstaklega þær frásagnir þar sem
eitthvað fór úrskeiðis . Gegnum árin hefur
byggst upp nokkur reynsla og þekking á því
sem varðar hlaup og því sem tengist hlaupum .
Ég er til dæmis alveg viss um að breytt mataræði
hefur haft mikið að segja hvað varðar aukið þol
líkamans gegn sívaxandi álagi . Mér fannst því
ég hafa tækifæri til að gefa hlaupaheiminum
smávegis til baka með því að draga saman
ágrip af hlaupasögu minni ef það gæti orðið
einhverjum til stuðn ings og hvatningar við að
takast á við sjálf an sig . Menn geta nefnilega
miklu meira en menn halda fljótt á litið .
Við höfum oft rætt um það félagarnir að við erum náttúrulega í forréttindahópi .
For réttindin eru í því fólgin að geta hlaupið
langt og lengi . Forréttindin eru í því fólgin
að geta hlaupið maraþon því sem næst þegar
mann langar til . Maraþonhlaup virkaði
óyfirstíganleg þraut hér áður . Því miður eru
margir sem ekki eru í þessari stöðu ýmissa
hluta vegna . Ég sá fyrir tilviljun í vetur sem leið
viðtal í ríkissjónvarpinu við Eddu Heiðrúnu
Backman leikkonu . Í viðtalinu var meðal
annars rætt við hana um starf hennar fyrir
endur hæfingardeildina á Grensási . Edda hefur
notið þjónustu Grensáss í ríkum mæli eftir
að heilsu hennar fór að hraka fyrir nokkrum
árum . Nú er hún bundin við hjólastól en
málar til dæmis með munninum . Hún hefur
lagt mikla orku í að berjast fyrir uppbyggingu
og endurbótum á Grensásdeildinni sem hefur
á margan hátt orðið útundan í uppgangi og
framkvæmdum liðinna ára . Hún kynnti í
þessu viðtali mikla fjársöfnun sem fyrirhugað
var að hleypa af stokkunum í september . Ég fór
í framhaldi af þessu að hugsa um hvort maður
gæti á einhvern hátt lagt þessu mikla verkefni
lið og endurgoldið þannig á einhvern hátt það
sem manni er gefið með að geta hlaupið langt
og lengi . Ég lét bíða með að hrinda þessum
hugsunum í framkvæmd þar til ég hafði lokið
48 klst hlaupi á Borgundarhólmi í lok maí . Ég
vildi sjá til hvernig ég væri á mig kominn eftir
það hlaup en svo lengi hafði ég aldrei hlaupið
áður . Hlaupið gekk mjög vel . Ég sigraði í
hlaupinu og varð þannig fyrstur Íslendinga til
að sigra í alþjóðlegu ofurhlaupi . Ég var vel á
mig kominn og fljótur að jafna mig .
Það var því um miðjan júní að ég herti
upp hugann og hringdi í Eddu . Ég sagði
Gunnlaugur Júlíusson og Hallgrímur Sveinsson, útgefandi, afhenda Eddu Heiðrúnu Backman leikkonu fyrsta
eintakið af bók Gunnlaugs, Að sigra heiminn, en hluti af söluandvirði hvers eintaks rennur til endur hæf ing ar
deildarinnar á Grensási í Reykjavík .