Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 35

Þjóðmál - 01.12.2009, Qupperneq 35
 Þjóðmál vetur 2009 33 henni frá þeirri fyrirætlan minni að hlaupa til Akureyrar á nokkrum dögum til stuðnings Grensásssöfnuninni . Hlaupið skyldi enda á setningarhátíð UMFÍ á Akureyri snemma í júlí . Ég hafði engum sagt frá þessari hugmynd áður því ég vildi heyra undirtektir hennar fyrst áður en lengra væri haldið . Hún tók þessari geggjuðu hugmynd mjög vel og hvatti mig til dáða . Þá var teningunum kastað og ekki til baka snúið . Ungmennafélag Íslands tók hugmyndinni vel og bauðst strax til að annast framkvæmd og undirbúning hlaupsins . Það var mikils virði að fá svo öflugan bakhjarl til stuðnings hlaupinu því það er í ýmis horn að líta við hlaup sem tekur eina sex daga . Án þess að ég sé að rekja hlaupið í smáatriðum þá er þetta eitt ánægjulegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í . Allt lagðist á eitt við að framkvæmdin yrði eins og best var á kosið . Veðrið var með eindæmum . Maður þurfti helst að gæta að því að brenna ekki til skaða í glampandi sólinni sem fylgdi okkur Ingi­ mundi, ágætum ferðafélaga mínum, alla leið til Akureyrar . Umferðin var þægileg og veg­ farendur tóku virkan þátt í því með hvatningu og framlögum í söfnunina . Okkur var lagt lið á ýmsan hátt af fyrirtækjum sem styrktu verkefnið og léttu undir með því . Það var ógleymanleg stund þegar ég hitti mót tökuhópinn með Eddu í broddi fylk­ ingar við Þelamerkurskóla í Eyjafirði . Það var að áliðnum föstudegi eftir að ég hafði hlaupið á sex dögum sem leið lá frá Reykjavík . Þá opinberaðist manni fyrir alvöru hvílíkur lukkunnar pamfíll maður er að geta borið sig yfir að vild á tveimur jafnfljótum . Ég lauk svo hlaupinu eins og áætlað var á setningarhátíð UMFÍ um kvöldið og var það verðugur loka­ punktur við þetta ánægjulega verkefni . Það safnaðist töluvert fé á meðan á hlaupinu stóð en kannski var stærsti ávinningurinn sú mikla umfjöllun sem tilgangur hlaupsins hlaut . Fjölmiðlar fylgdu hlaupinu eftir alla dagana og komu þannig stóru söfnuninni fyrir Grens­ ás, sem fór fram í september, ágætlega í um­ ræðuna meðal almennings . Þegar við Hallgrímur Sveinsson, bóka út­gefandi og eigandi Vestfirska forlagsins, vorum að ræða saman í aðdraganda að útgáfu bókar innar þá kom hann með þá hugmynd að láta ákveðna fjárhæð renna af söluandvirði hverrar bókar til Grensássöfnunarinnar . Mér fannst það frábær hugmynd og samþykkti hana vitaskuld án tafar . Við höfðum haft að markmiði að hafa verð bókarinnar eins lágt og fært var, t .d . með því að hafa myndir svart­ hvítar og kápuna í kiljuformi . Þannig var hægt að bæta nokkurri upphæð við endanlegt verð án þess að verð hennar færi úr hófi fram . Þegar búið var að sækja bókina úr prentun mælt um við Hallgrímur okkur mót við Eddu uppi á Grensásdeildinni . Við afhentum henni fyrstu bókina sem fór formlega í umferð sem táknrænt framlag okkar til söfnunarinnar . Afraksturinn fylgir síðan á eftir þegar endan­ legar sölutölur hafa verið gerðar upp . Ég læt þess getið á einum stað að ýmsar til­ viljanir hafa ráðið miklu um framvindu mála frá og með að ég hljóp fyrsta skemmti skokkið forðum daga . Reynslan hefur kennt mér að maður á að vera óragur við að takast á við nýjar áskoranir . Yfirleitt getur maður miklu meira en maður heldur . Það er þó enginn sem þvingar mann til að takast á við sífellt erfiðari hlaup . Maður hefur val . Það er annað mál með þá sem hafa einhverra hluta vegna lent í þeirri stöðu að þurfa á þjónustu Grensásdeildarinnar að halda . Þar er ekkert val . Þar er ekki hægt að snúa við eða taka eitt skref út í vegkant og segja: „Ég er hættur .“ Þar er leiðin bara ein, áfram . Eftir að hafa fengið örlitla innsýn í það sem fólk sem hefur lent í áföllum eða heilsubresti er að takast á við í samstarfi við og undir umsjón starfsfólks deildarinnar þá finnst manni maður vera eins og hver annar kjúklingur . Á Grensásdeildinni eru unnin stórvirki á hverjum degi . Þar er ekkert sólarhringshlaup á ferðinni . Þar er ævin öll undir .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.