Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 36
34 Þjóðmál vetur 2009
Nýtt fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir 87,4 milljarða króna
halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári þrátt
fyrir 63,1 milljarða króna skattahækkanir .
Nú hefur ríkisstjórnin kynnt skattatillögur
sínar sem fela í sér aukna skattbyrði á alla
þegna þjóð félagsins, ekki síst lág og milli
tekjufólk . Þrátt fyrir að til standi að lækka
skatta á þá sem lægst hafa launin er sú
skatta lækkun með öllu þurrkuð upp með
auknum óbeinum sköttum, t .a .m . hækkun
á virðisauka skatti .
En hvað sem líður aukinni skattheimtu nú
verandi vinstri stjórnar er ljóst að verulega má
skera niður í rekstri hins opinbera . Í frum varpi
Steingríms J . Sigfússonar (eða öllu heldur
Indriða H . Þorlákssonar sem sagt hefur að
rétt sé að skattleggja „öll gæði mannsins“)
er hins vegar aðeins gert ráð fyrir að útgjöld
ríkisins lækki um 7,3% að raunvirði . Ljóst
er að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur hvorki
vilja né þor til að takast á við þann niður
skurð sem nauðsynlegt er að ráðast í, enda
lifa forsvarsmenn hennar í þeirri blekkingu
að skattabrunnur hinna vinnandi manna gefi
endalaust af sér .
Nú er ljóst að ríkisútgjöld hafa stóraukist
síðustu ár . Ekki verður komist hjá því að
kenna Sjálfstæðisflokknum um þá þróun en
burtséð frá því þá ætti sú staðreynd að sýna
fram á að verulegt svigrúm er til enn meiri
sparnaðar .
Niðurskurður
vel framkvæmanlegur
Ný stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) sendi frá sér í byrjun
nóvember ítarlega skýrslu þar sem lagðar
voru fram hugmyndir að niðurskurði á
rekstri ríkissjóðs . Í tillögum SUS er lögð
fram 15% hagræðingarkrafa á öll ráðuneyti
að undanskildum trygginga, heilbrigðis og
mennta málaráðuneyti þar sem lögð er fram
10% hagræðingarkrafa . Þar er jafnframt að
finna þá liði sem ungir sjálfstæðismenn telja að
skera megi niður með öllu, eða í það minnsta
umfram hina föstu hagræðingarkröfu sem
lögð er fram um hvert ráðuneyti .
SUS leggur til að útgjöld ríkisins verði lækk
uð um 72,7 milljarða . Auk þess má varlega
áætla að breyting á skattlagningu lífeyris
greiðslna muni bæta afkomu ríkissjóðs um
allt að 40 milljarða króna og að bætt umhverfi
við skiptalífsins myndi skapa um 5 .000 störf
og 15 milljarða í auknum skatttekjum .
Samanlagt er því um að ræða 127,7 milljarða
króna sem myndu minnka fjárlagahallann
Ólafur Örn Nielsen
Skattahækkanir víki fyrir
niðurskurði