Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 36

Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 36
34 Þjóðmál vetur 2009 Nýtt fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir 87,4 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári þrátt fyrir 63,1 milljarða króna skattahækkanir . Nú hefur ríkisstjórnin kynnt skattatillögur sínar sem fela í sér aukna skattbyrði á alla þegna þjóð félagsins, ekki síst lág­ og milli­ tekjufólk . Þrátt fyrir að til standi að lækka skatta á þá sem lægst hafa launin er sú skatta lækkun með öllu þurrkuð upp með auknum óbeinum sköttum, t .a .m . hækkun á virðisauka skatti . En hvað sem líður aukinni skattheimtu nú­ verandi vinstri stjórnar er ljóst að verulega má skera niður í rekstri hins opinbera . Í frum varpi Steingríms J . Sigfússonar (eða öllu heldur Indriða H . Þorlákssonar sem sagt hefur að rétt sé að skattleggja „öll gæði mannsins“) er hins vegar aðeins gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins lækki um 7,3% að raunvirði . Ljóst er að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur hvorki vilja né þor til að takast á við þann niður­ skurð sem nauðsynlegt er að ráðast í, enda lifa forsvarsmenn hennar í þeirri blekkingu að skattabrunnur hinna vinnandi manna gefi endalaust af sér . Nú er ljóst að ríkisútgjöld hafa stóraukist síðustu ár . Ekki verður komist hjá því að kenna Sjálfstæðisflokknum um þá þróun en burtséð frá því þá ætti sú staðreynd að sýna fram á að verulegt svigrúm er til enn meiri sparnaðar . Niðurskurður vel framkvæmanlegur Ný stjórn Sambands ungra sjálfstæðis­manna (SUS) sendi frá sér í byrjun nóvember ítarlega skýrslu þar sem lagðar voru fram hugmyndir að niðurskurði á rekstri ríkissjóðs . Í tillögum SUS er lögð fram 15% hagræðingarkrafa á öll ráðuneyti að undanskildum trygginga­, heilbrigðis­ og mennta málaráðuneyti þar sem lögð er fram 10% hagræðingarkrafa . Þar er jafnframt að finna þá liði sem ungir sjálfstæðismenn telja að skera megi niður með öllu, eða í það minnsta umfram hina föstu hagræðingarkröfu sem lögð er fram um hvert ráðuneyti . SUS leggur til að útgjöld ríkisins verði lækk­ uð um 72,7 milljarða . Auk þess má varlega áætla að breyting á skattlagningu lífeyris­ greiðslna muni bæta afkomu ríkissjóðs um allt að 40 milljarða króna og að bætt umhverfi við skiptalífsins myndi skapa um 5 .000 störf og 15 milljarða í auknum skatttekjum . Samanlagt er því um að ræða 127,7 milljarða króna sem myndu minnka fjárlagahallann Ólafur Örn Nielsen Skattahækkanir víki fyrir niðurskurði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.