Þjóðmál - 01.12.2009, Side 43

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 43
 Þjóðmál vetur 2009 41 hver trúir mér ekki er best að vitna í þann mikla „umhverfisverndarsinna“ Hjörleif Gutt ormsson, en hann segir í Árbók Ferða­ félags ins 1993 m .a .: Á landnámsöld og fram eftir öldum voru jöklar hér sem annars staðar á landinu langtum minni en nú er . Jökulhetta var á Hnappafelli, eins og Öræfajökull var nefndur í öndverðu, og skriðjöklar teygðu sig þar eitthvað niður eftir hlíðum . Vatnajökull var til en langtum minni en síðar varð, hugsanlega að mestu skorinn sundur í tvo eða þrjá jökulskildi, enda lengst af kallaður Klofajökull . Meginskriðjöklarnir frá honum voru litlir í samanburði við það sem síðar varð . Það sem við köllum einu nafni Breiða­ merkur jökul voru þrjár skriðjökultung ur sem óvíst er hvort náðu að renna saman neðan við Mávabyggðir en sú nafngift náði þá einnig yfir Esju fjöll . Jökuljaðarinn hefur þá legið allt að 15 kílómetrum innar en nú er en utan við var slétta sem verið hafði sjávarbotn í ísaldarlokin . Drjúgur hluti þessarar miklu sléttu hefur verið gróinn og skógivaxinn á köflum eins og múl arnir beggja vegna og þar var víða allþykkur jarð vegur . Hjörleifur talar hér um landnámsöld, en þá var samt miklu kaldara og jöklar meiri en verið hafði fyrr, t .d . á tímum Grikkja og Rómverja, sem sjá má á meðfylgjandi korti . Enn fyrr voru jöklar enn minni og eyðimerkur hvarvetna á jörðinni enn grónari . Hvað gerir það til þótt aftur færi að hlýna? Næsta „litla ísöld“ verður örugglega kaldari en sú sem lauk um 1900 . Núverandi hlýskeið er þegar orðið sæmilega langt og fyrr eða síðar skellur sjálf meginísöldin aftur yfir af fullum þunga og nýtt jökulskeið hefst . Hvenær það verður veit enginn . Hitt er víst, að jörðin stefnir óhjákvæmilega inn í nýtt jökulskeið eftir einhverjar aldir eða í mesta lagi fáeinar árþúsundir . Því miður eru engin merki um að ísöldinni miklu eða kvartertímanum, því afar kalda, en þó sveiflukennda tímaskeiði jarðsögunnar sem við lifum á, sé að ljúka . Allt að þriggja kílómetra þykkur jökull mun fyrr eða síðar aftur leggjast þar yfir, sem ýmsar helstu borgir Vestur­Evrópu og Norður­ Ameríku standa nú . Enn eru á lífi menn sem muna síðasta vetur „litlu ísaldarinnar“, frostaveturinn 1918 . Slíkir vetur og aðrir enn verri voru algengir allt frá því á miðöldum og fram undir 1900 og það væri vissulega óskandi að þeir kæmu aldrei aftur . Því miður er líklegt að svo fari . Næsta „litla ísöld“ verður sem fyrr sagði vafalaust enn kaldari en sú sem nú hefur gengið yfir um sinn . Þegar jökulskeiðið hefst svo fyrir alvöru verður ekkert eftir af byggingum og streði Íslendinga annað en fáeinar borholur og jarðgöng djúpt undir jöklinum . Þetta er engin barnaleg heimsendaspá, þetta hefur gerst 20 sinnum eða oftar á núverandi ísöld og mun alveg örugglega gerast aftur . „Gróðurhúsaáhrifin“, ef einhver eru, gætu hugsanlega hægt á þessari þróun eða stöðvað hana . Vonandi fer svo, en fátt bendir til þó til slíks . Þrátt fyrir þær óumdeildu, óhrekjanlegu nátt úrufræðilegu og sögulegu staðreyndir, sem ég hef bent á og auðvelt er að staðfesta lifir sú skrýtna bábilja góðu lífi í hugarheimi tölvu­ líkanasmiða, að eyðimerkur muni stækka og allt skrælna ef aftur hlýnar í veðri . Þótt ótrú­ legt kunni að virðast er helsta takmark gróð­ ur húsamanna að flýta fyrir þessari þróun, þ .e . hægri kólnun og þornun jarðarinnar . Þeir vilja m .ö .o . flýta ísöldinni . Það er draumur þeirra og æðsta takmark . Ótrúlegt, en þó satt . Raunar heyrist þetta litla orð „aftur“ bók­ staflega aldrei í heimsendaskýrslum reikni­ meistaranna, sem hleyptu allri þessari undar­ legu steypu af stokkunum . En af hverju allur þessi ótti við hlýjuna? Mér sýnist ástæðan vera augljós: Ömur­ legt ástand náttúrufræðikennslu austan hafs og vestan . Það er slæmt hér, en utanlands virðist ástandið enn miklu verra . Hinir erlendu fjölmiðlamenn, sem áttu upptökin að „umræðunni“ um „gróðurhúsaáhrifin“og ráða henni, virðast almennt hafa verið tossar í skóla, og stjórnmálamennirnir, sem ákvarðanir taka, að mestu út frá skrifum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.