Þjóðmál - 01.12.2009, Side 71

Þjóðmál - 01.12.2009, Side 71
 Þjóðmál vetur 2009 69 kaupa eignir Hafskips . Þeir, sem felldu málið, gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu: „Með tilliti til þeirrar umræðu sem hefir farið fram í þjóðfélaginu á undanförnum dögum um mál Hafskips h.f. tel ég tímann óheppilegan til þess að stofna þetta félag nú. Þess vegna segi ég nei .“22 Er hægt að færa skýrari rök fyrir því, að opinber umræða í fjölmiðlum og á Alþingi „á undanförnum dögum um Hafskip“ hafi valdið því, að ekki tókst að stofna félag hluthafa í Hafskip með skipadeild SÍS og forða þannig gjaldþrotinu? Í bók sinni Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, kemst Stefán Gunnar Sveinsson að þessari afdráttarlausu niðurstöðu: „Ljóst er að neikvæð fjölmiðlaumræða og líkleg aðkoma keppinauta Hafskips höfðu afgerandi áhrif á gjaldþrot félagsins.“23 Afdrifum Hafskips er að þessu leyti vel lýst í bók Stefáns Gunnars . Þar þurfti ekki atbeina hins opinbera, sbr . heiti bókarinnar . Enginn þarf að efast um, að Eimskipsmenn beittu sér af hörku í málinu og að Útvegsbankinn átti ekki marga stuðningsmenn í bankageiranum . Hitt verður að flokkast undir tilraun til að búa til nýjar nornir í Hafskipsmálinu að halda því fram, að bankastjórar Útvegsbankans hafi „knúið“ Hafskip í þrot eins og haldið er fram með mismunandi orðalagi í bókunum . Það er þó kannski eftir öðru . Fyrst voru bankastjórarnir ákærðir af tveimur saksóknurum fyrir ofrausn í lánveitingum til Hafskips, ef svo má segja á mannamáli . Þeir voru sýknaðir eftir löng og afdrifarík málaferli með dómi Sakadóms Reykjavíkur á þeirri forsendu, að þeir hafi verið björgunarmenn að verki . Sleggjudóm­ um og óhróðri í garð manna í Hafskipsmál­ inu hefur oft verið líkt við nornaveiðar . Þessar nýju nornaveiðar bæta engu sannleikskorni í viðskiptasögu þjóðarinnar handa komandi kynslóðum á Íslandi . Títtnefndar bækur eru því miður ekki góður vitnisburður um „æðsta takmark sagnfræðinnar að leita sannleikans“ . 22 Hafskip í skotlínu, bls . 45 . Vitnað í stjórnarfund SÍS 23 . nóv . 1985 . 23 Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, bls . 195 . Jónas Kristjánsson kominn út í kuldann hjá DV Smáfuglarnir taka eftir því að DV hefur ekki vitnað í Jónas Kristjánsson, fyrrverandi rit stjóra, síðustu daga . Jónas heldur úti blogg­ síðu og DV hefur haft það sem reglu að vitna til skrifanna . Ástæðan: Jónas hefur farið ham­ förum vegna frétta um hugsanlegar af skriftir á skuldum eigenda Haga, en þeirra á með al er Hreinn Loftsson, skráður eigandi DV. Þegar Stöð 2 greindi frá því að hugsanlegt væri að tugir milljarðar yrðu afskrifaðir vegna móð urfélags Haga og það síðan réttlætt með því að erlendir aðilar bæru skaðann skrifaði Jónas: „Skítalykt er af frétt Stöðvar 2 um fimmtíu milljarða afskrift nýja Kaupþings á skuld Haga, sem á Hagkaup og Bónus . . . Líklegast er, að mikill hluti þessara fimmtíu milljarða lendi á skattgreiðendum .“ Daginn eftir skrifaði ritstjórinn fyrrverandi: „Við stóðum í þeirri meiningu, að ofur­ mennin, sem keyrðu eignarhaldsfélög í milljarða gjaldþrot, mundu missa þau . Ríkis­ stjórnin talaði á þann veg í vor .“ Og 3 . október er Jónas enn að gagnrýna, en hann telur að verið sé að endurreisa „út­ rásarvíkingana: „Gefa fíflunum eftir milljarðaskuldir og af­ henda þeim fyrirtækin á nýjan leik . Mönn­ um, sem hafa sannað vangetu sína í rekstri á stórkarlalegan hátt . Auðvitað ætti sumt af þessum fyrirtækjum að vera rekstrarhæft hjá nýjum eigendum og stjórnendum . En að endurskapa fortíðina, hverjum dettur slíkt í hug?“ Reynir Traustason, ritstjóri DV, sem hefur verið óþreytandi við að halda nafni Jónasar Kristjánssonar á lofti, er hættur að vitna til hans skrifa . Smáfuglarnir spyrja af hverju? Fuglahvísl á amx .is, 3 . nóvember 2009 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.