Þjóðmál - 01.12.2009, Page 73

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 73
 Þjóðmál vetur 2009 71 stjórnar . Þar kom fram tillaga þess efnis, að hækka hátekjuskatt og nýta þann pening til at vinnu uppbyggingar . Vinstri menn hafa sjald an skilið, að það er gjaldeyrisöflun sem skapar tekjur, ekki tilfærsla á fé hægri vinstri . Davíð tókst það, sem engum hafði tekist áður, að lækka skatta og efla tekjur ríkisins svo um munaði . Hann þótti vissulega óvæginn við ýmsa pólitíska andstæðinga . En þeir áttu það bara skilið . Hann benti á það fljótlega á sínu fyrsta kjörtímabili, að alþingi líktist gagnfræða skóla . Sumir brugðust hart við, en ég vil bæta um betur og segja að þingið hafi stundum líkst leikskóla . Það segi ég ekki til að lítilsvirða leikskóla, en bendi á það sem Páll postuli sagði forðum: „Þegar ég var barn, hagaði ég mér eins og barn, ályktaði eins og barn, en þegar ég varð fulltíða maður, lagði ég niður barna skapinn .“ Öll höfum við verið börn . Í leikskóla segja börn stundum að þau hafi verið „rotuð“ . Það þýðir að einhver hafi slegið þau í höf­ uðið, frekar fast, en ekki nóg til að rota . Kannast einhver við svona líkingar á þingi? „Ríkisstjórnin framdi stjórnarskrárbrot / mann rétt ind abrot“ . Það þýðir á mannamáli, að einhver þjóðfélagshópur eða einstaklingar séu ósáttir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar, en ekki að á ferðinni séu fyrrgreind brot . Bönkunum voru sköpuð góð skilyrði til að vaxa og dafna . Bindiskylda var afnum in til að íslensku bankarnir stæðu jafn­ fætis keppinautunum í öðrum löndum . Eftir hrunið skömmuðust margir yfir bindiskyldu­ afnáminu . Hvað skyldi þjóðin hafa sagt ef Davíð hefði aukið bindiskyldu? Fjölmiðlar auðhringjanna hefðu farið offari, og sagt að það væri verið að eyðileggja sam keppnis hæfni bankanna . Og þjóðin hefði trúað því . Misvitrir menn hafa spurt, hvers vegna Davíð hafi ekki opinberað hættuna á hruni bankanna . Þá hefði orðið bankaáhlaup og þeir hrunið strax . Hverjum hefði verið kennt um það? Davíð Oddssyni . Það er annars merkilegt með Davíð, ef hann segir eitthvað, þá er það rangtúlkað . Í skemmtilegri ræðu á landsfundi Sjálfstæðis­ flokksins kom hann með smá myndlíkingu . Hann sagði að Pílatus hefði krossfest góð­ menn ið Jesú og tvo þrjóta honum við hlið . Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að krossfesta þrjótinn Davíð og tvo sómamenn honum við hlið . Samkvæmt skiln­ ingi vinstri mannanna er Jesú þrjóturinn! Það er ekki heil brú í þessum hugsunargangi . L ausnarorðið er frelsi,“ sagði Milton Fried­mann . Það eru orð að sönnu, en það má segja, að samfélagið hafi ekki höndlað frelsið . Er það þá Davíð að kenna, sem vildi okkur ekkert annað en gott samfélag, byggt á frelsi? Það er svo fáránlegt að hugsa til þess, að það er alveg sama hvað karlanginn gerir, allt er túlkað á versta veg . Ef hann hefði gert allt það sem fólk segir að hann hefði átt að gera, hvað hefði gerst? Segjum að hann hefði hægt á vexti bankanna með lagasetningum og aukinni bindiskyldu, sett lög sem bönnuðu samþjöppun á mat­ vörumarkaði og beitt ýmsum lagaákvæðum sem takmörkuðu vöxt bankanna á erlendum markaði . Ætli Baugsmiðlarnir hefðu ekki sagt, að hann væri í stríði við bankana og Baugsveldið? Fólk hefði örugglega trúað því . Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpar fund þjóð a leiðtoga ríkja Atlantshafs banda­ lagsins . Bill Clinton, þáverandi Bandaríkja­ forseti, hlýðir á .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.