Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 74
72 Þjóðmál vetur 2009
Íkunnu kvæði sagðist Sigfús Daðason alltaf segja færri og færri orð og bætti við:1
Hvað sem öllu líður vil ég biðja menn
að fara varlega með orð
þau geta sprungið
og þó er hitt öllu hættulegra
það getur vöknað í púðrinu .
Orð geta sprungið og það í bókstaflegri merk
ingu . Sósíalisminn er besta dæmið . Hann
naut hvergi meirihlutafylgis, heldur sprakk
framan í röskan þriðjung jarðarbúa . Kúgunin
í sósíalistaríkjum verður ekki skýrð með því að
vísa í fornar hefðir íbúa, eins og Halldór Kiljan
Laxness gerði í spjalli við mig 1975: Hann
kvaðst hafa horfið frá sósíalisma, þegar hann
áttaði sig á því, að tartarakhaninn sæti enn í
Kreml . Harðstjórnin eftir valdatöku sósíalista
var miklu verri en tíðkast hafði í þessum
löndum . Undir rússnesku keisarastjórninni
voru allt tímabilið 1825–1917 rétt innan
við fjögur þúsund manns tekin af lífi af
stjórnmálaástæðum . Fyrstu árin eftir valdarán
sitt 1917 tóku bolsévíkar hins vegar mörg
hundruð þúsund manns af lífi . Alls er talið,
að um eitt hundrað milljónir manna hafi týnt
lífi af völdum valdhafa sósíalistaríkjanna á
tuttugustu öld, en dauða um tuttugu milljóna
manna má rekja til þjóðernisjafnaðarmanna,
nasista .2 Orð geta sprungið, en það getur
líka vöknað í púðrinu, ekki síst ef á það
slettist blóð, og þau urðu örlög sósíalismans
á ofanverðri tuttugustu öld . Hér skal sagt frá
því, hvernig nokkur íslensk skáld kváðu sig
frá þessari stjórnmálastefnu .
Steinn Steinarr
Steinn Steinarr hafði verið eindreginn komm únisti árin fyrir stríð, þótt hann væri rek
inn úr kommúnistaflokknum í „hreinsun um“
vorið 1934 og ætti þangað ekki aftur kvæmt .
Eitt baráttuljóða hans frá þeirri tíð nefnd ist
„Don Quijote“ og birtist fyrst í Rétti 1937 .3 Þar
sagði riddarinn spænski við aðstoðarmann sinn,
Panza, að auðstéttin hefði villt þeim sýn
út á veglausar auðnir
og vort heilaga stríð
gerði að harmþrungnum skopleik .
Boðskapur kvæðisins var auðsær: Alþýðumenn
yrðu að þekkja óvini sína og berjast við þá,
ekki við vindmyllur . Kristinn E . Andrésson,
hinn ötuli og launaði erindreki Kremlverja
á Íslandi,4 fékk Stein til að fara í boðsferð
ásamt Agnari Þórðarsyni og fleirum til Ráð
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Þegar vöknaði í púðrinu
Íslensk skáld kveða sig frá sósíalisma