Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 74

Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 74
72 Þjóðmál vetur 2009 Íkunnu kvæði sagðist Sigfús Daðason alltaf segja færri og færri orð og bætti við:1 Hvað sem öllu líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð þau geta sprungið og þó er hitt öllu hættulegra það getur vöknað í púðrinu . Orð geta sprungið og það í bókstaflegri merk­ ingu . Sósíalisminn er besta dæmið . Hann naut hvergi meirihlutafylgis, heldur sprakk framan í röskan þriðjung jarðarbúa . Kúgunin í sósíalistaríkjum verður ekki skýrð með því að vísa í fornar hefðir íbúa, eins og Halldór Kiljan Laxness gerði í spjalli við mig 1975: Hann kvaðst hafa horfið frá sósíalisma, þegar hann áttaði sig á því, að tartarakhaninn sæti enn í Kreml . Harðstjórnin eftir valdatöku sósíalista var miklu verri en tíðkast hafði í þessum löndum . Undir rússnesku keisarastjórninni voru allt tímabilið 1825–1917 rétt innan við fjögur þúsund manns tekin af lífi af stjórnmálaástæðum . Fyrstu árin eftir valdarán sitt 1917 tóku bolsévíkar hins vegar mörg hundruð þúsund manns af lífi . Alls er talið, að um eitt hundrað milljónir manna hafi týnt lífi af völdum valdhafa sósíalistaríkjanna á tuttugustu öld, en dauða um tuttugu milljóna manna má rekja til þjóðernisjafnaðarmanna, nasista .2 Orð geta sprungið, en það getur líka vöknað í púðrinu, ekki síst ef á það slettist blóð, og þau urðu örlög sósíalismans á ofanverðri tuttugustu öld . Hér skal sagt frá því, hvernig nokkur íslensk skáld kváðu sig frá þessari stjórnmálastefnu . Steinn Steinarr Steinn Steinarr hafði verið eindreginn komm ­únisti árin fyrir stríð, þótt hann væri rek­ inn úr kommúnistaflokknum í „hreinsun um“ vorið 1934 og ætti þangað ekki aftur kvæmt . Eitt baráttuljóða hans frá þeirri tíð nefnd ist „Don Quijote“ og birtist fyrst í Rétti 1937 .3 Þar sagði riddarinn spænski við aðstoðarmann sinn, Panza, að auðstéttin hefði villt þeim sýn út á veglausar auðnir og vort heilaga stríð gerði að harmþrungnum skopleik . Boðskapur kvæðisins var auðsær: Alþýðumenn yrðu að þekkja óvini sína og berjast við þá, ekki við vindmyllur . Kristinn E . Andrésson, hinn ötuli og launaði erindreki Kremlverja á Íslandi,4 fékk Stein til að fara í boðsferð ásamt Agnari Þórðarsyni og fleirum til Ráð­ Hannes Hólmsteinn Gissurarson Þegar vöknaði í púðrinu Íslensk skáld kveða sig frá sósíalisma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.