Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 75

Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 75
 Þjóðmál vetur 2009 73 stjórn arríkjanna sumarið 1956 . Höfðu fyrri boðsgestir Kristins flestir lokið lofsorði á þetta höfuðríki sósíalismans . En Steinn snerist önd­ verður við og deildi í blaðaviðtölum hart á stjórnarfarið þar eystra: „Ég held, að það sé eins konar ofbeldi, ruddalegt, andlaust og ómannúðlegt . Og okkur svokölluðum Vestur­ landamönnum myndi sennilega finnast það óbærilegt .“5 Þjóðviljinn brást illa við . Magnús Kjartansson skrifaði leiðara undir heitinu „Er loksins til þurrðar gengið?“ Þar rifjaði hann upp vísuorð Steins:6 Er stríðinu lokið? Er loksins til þurrðar gengið það litla af ærlegri hugsun, sem fannst hjá mér? Það hnussaði í Magnúsi: „Steinn Steinarr skáld er orðinn spámaður í föðurlandi sínu .“ Hann bætti við: „Hann forðaðist réttilega að kveða upp nokkra rökstudda, sjálfstæða eða persónu­ lega dóma, sagði aðeins það, sem Stefán Pjetursson hefur alltaf sagt, og kvaðst hafa séð eintómt myrkur um miðjan dag .“7 Stefán Pjetursson var ritstjóri Alþýðublaðsins 1940– 1952 . Hann hafði naumlega sloppið við það í Rússlandi 1933–1934 að vera sendur í þrælk ­ unar búðir fyrir frávik frá rétttrúnaði og barðist eftir það hart gegn kommúnisma .8 Arthur Koestler samdi skáldsöguna Myrkur um miðjan dag til að skýra játningar sak born ing anna í Moskvuréttarhöldunum alræmdu 1938 .9 Steinn Steinarr lýsti vonbrigðum sínum með sósíalismann í tveimur kvæðum . Annað þeirra bar heitið „Kreml“: Sjálfur dauðinn, sjálfur djöfullinn hefur byggt þessa bergmálslausu múra . Dimmir, kaldir og óræðir umlykja þeir eld hatursins, upphaf lyginnar, ímynd glæpsins . Dimmir, kaldir og óræðir eins og Graal — Graal hins illa . Graal var samkvæmt helgisögum kaleikur Krists í síðustu kvöldmáltíðinni, en einnig iðu lega notað sem tákn um verðmæti, sem leitað er að . Hitt kvæðið var „Don Quijote ávarpar vind­ myllurnar“, og kallaðist það á við kvæðið frá 1937 . Nú var baráttan hvorki við vindmyllur né auðvald, heldur hina algeru lygi: Minn Herra gaf mér hatrið til lyginnar, minn Herra kenndi mér að þekkja lygina, hvaða dularbúningi sem hún býst . Minn Herra léði mér fulltingi sannleikans, hins hreina, djúpa, eilífa sannleika, sem ég þó aðeins skynja til hálfs . Með hálfum sannleika berst ég gegn algerri lygi . Ráðstjórnarskipulagið var „alger lygi“, en hið vestræna aðeins „hálfur sannleikur“ . Annað var vont, hitt langt frá því að vera gallalaust .10 En kvæði Steins var ekki verra fyrir það, að síðasta vísuorðið var tekið nær orðrétt upp eftir Arthur Koestler, sem komst svo að orði í grein gegn sósíalisma 1943: „[W]e are fighting Steinn Steinarr .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.