Þjóðmál - 01.12.2009, Page 83

Þjóðmál - 01.12.2009, Page 83
Vísindaskáldskapur felur bæði í sér hið mögu lega og hið ómögulega . Slíkar sög­ ur fjalla ekki bara um geimverur og tíma flakk heldur einnig um samfélagsgerðir fram tíðar­ ríkja, Stóra bróður og ýmis pólitísk álita mál . Hér verður fjallað um tvær kvikmynd ir sem falla í flokk vísindaskáldskapar og hafa sterka skírskotun til samfélagsins í dag þótt önnur þeirra byggist á 60 ára gamalli sögu . Þetta eru myndirnar District 9, sem frumsýnd var í haust, og 1984 sem frumsýnd var árið 1984 . District 9 ***1/2 Geimverum er bjargað úr biluðu geim skipi og þeim er gefinn matur og lands svæði í Suður­Afríku . Fyrst í stað er ásetning ur inn góður en smám saman verður nærvera þeirra íþyngjandi í augum almennings og viðhorfið er slíkt að þetta séu annars flokks þegnar og byrði á samfélaginu . Landsvæðið þeirra, District 9, verður að gettói og fangelsi fyrir geimverurnar . Þá kemur til sögunnar opin­ ber starfsmaður, Wikus van der Merve, sem fer inn á svæðið til að láta geimverurnar skrifa undir plagg um brottflutning af svæðinu . Hann kemst í návígi við einhverja dularfulla efnablöndu og fer smám saman að breytast sjálfur í geimveru með ófyrirsjáanlegum af­ leið ingum . Peter Jackson (Lord of the Rings) er fram­ leiðandi myndarinnar en hinn lítt þekkti Neill Blomkamp sér um leikstjórn auk þess sem hann skrifar handritið ásamt Terri Tatchell . District 9 hefur sterka skírskotun til samtímans sem og mannkynssögunnar enda er erfitt að horfa á myndina án þess að sjá samlíkingu við aðskilnaðarstefnuna og nas­ ism ann . Aðskilnaðarstefnan í Suður­Afríku varði frá 1948–1994 og gekk hún út á að skilja að hvíta íbúa og þeldökka íbúa . Íbúar voru flokkaðir eftir kynþætti og fólki af vissum kynþáttum var gert að yfirgefa heimili sitt Kvikmyndir _____________ María Margrét Jóhannsdóttir Vísindaskáldskapur eða saga af næsta bæ Þjóðmál vetur 2009 81

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.