Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 92

Þjóðmál - 01.12.2009, Síða 92
90 Þjóðmál vetur 2009 * Til að skilja aðdráttarafl marxismans þarf að skoða hann sem hluta af hugmyndaheimi evrópskrar róttækni . Þessi hugmyndaheimur býður upp á einföldun á flóknum veruleika og drauma um meiri stjórn á eigin tilveru en mönnum stendur til boða í þessum heimi . Mér finnst trúlegt að þessi hugmyndaheimur haldi áfram að laða til sín fólk af því tagi sem lifir í heimi stórra kenninga, kannast lítt eða ekki við sín mannlegu takmörk og vill fremur byggja sér loftkastala og skýjaborgir en hokra á jörðinni . Tímabær áminning um hófsemi og kærleika Hjálmar Jónsson: Hjartsláttur, Veröld, Reykja vík 2009, 256 bls . Eftir Björn Bjarnason Nokkurt nýnæmi er að lesa minningar sam­starfsmanns og að auki rúmum fimm árum yngri . Það spillti þó ekki ánægjunni af því að lesa bókina Hjartslátt eftir séra Hjálmar Jónsson, þvert á móti . Við sátum samtímis sem flokksbræður á alþingi frá miðjum síðasta áratug fram til ársins 2001 . Þar til við hittumst í þingflokknum þekkti ég séra Hjálmar aðeins af afspurn . Hafði þó ekið nokkrum árum áður með góðum vinum úr Húnavatnssýslu til páskamorgunmessu hjá honum á Sauðárkróki og þegið kjarnmikið kirkjukaffi í safnaðarheimilinu . Snerum við heim, sannfærð um, að prestur nyti virðingar og vinsælda í söfnuði sínum . Bókin skiptist í fjóra höfuðkafla: I . Æska og uppruni; II . Séra Hjálmar; III . Veraldarvafstur; IV . Séra Hjálmar snýr aftur . Hver höfuðkafli skiptist síðan í undirþætti, sem auðveldar að brotum sé raðað í heildarmynd . Endurminningar um menn og málefni eru tengdar samtímanum . Frásagnargáfa séra Hjálmars er mikil og nýtur hún sín vel í bókinni . Stíllinn er léttur og leikur í höndum hans . Er víða komið við, því að Hjálmar lagði gjörva hönd á margt eins og ungra manna var háttur á þeim árum, þegar hann var að vaxa úr grasi . Hjálmar kynntist sveitastörfum í æsku í Biskupstungunum og norður í Eyjafirði . Hann var á togara og fór á síld á Austfjörðum auk þess að sinna fangavörslu með guðfræðinámi, svo að eitthvað sé nefnt . Þá segir hann á lifandi hátt og af nærfærni frá foreldrum sínum, forfeðr um, kennurum, prestum og öðru samstarfsfólki . Af því, sem séra Hjálmar hefur tekið sér fyrir hendur, er hann líklega þekktastur fyrir vísnagerð sína og minni á vísur . Hann hefur þær á hraðbergi og er ótrúlega fljótur að bregða fyrir sig ferskeytlunni, eins og víða kemur fram í bókinni . Hann segist hafa byrjað að yrkja vísur, þegar hann var í Menntaskólanum á Akureyri . Í ættum hans hafi verið rík hefð að yrkja vísur . Hann segir: Vísnagerð mín var og er fyrst og fremst afþreying . Þegar ég er á fundum og innan um fólk þá getur verið ágætt að grípa augnablikið og setja í vísu . Mynd kemur upp í hugann, eitthvað ber fyrir sjónir, eða skemmtilegt atvik kveikir hugmynd . Þá getur það létt stundina, lífið og samskiptin að skjóta að vísukorni og tjá sig í fjórum línum . Stundum getur þetta þó orðið leiðigjarnt fyrir aðra og vafalaust miklu oftar en ég geri mér grein fyrir . Tekið skal undir með Hjálmari, að oft er vandratað meðalhófið í þessu efni eins og öðrum . Vísa á röngum stað getur spillt jafnmiklu og vísa á réttum stað getur gert mikið gagn . Þetta hafa vafalaust margir reynt . Hitt er síðan, hve sumum er auðvelt að muna vísur og jafnvel kunna þær ævilangt, eftir að hafa heyrt einu sinni . Hjálmar hefði mátt lýsa því í bók sinni, hvernig menn rækta með sér þennan hæfileika . Sjálfur virðist hann einstaklega minnugur á texta og sögur . Oftar en einu sinni hef ég verið við kirkjulegar athafnir hjá honum, þar sem hann þylur langa texta úr Biblíunni, án þess að líta nokkru sinni í hana . Tillitssemi og kærleiki i garð náungans einkennir frásögn séra Hjálmars og lýsingu á þeim, sem hann hefur kynnst á leið sinni . Aðeins einu sinni má greina reiði í frásögninni . Þá segir hann frá því, þegar hann, þá prestur á Sauðárkróki, var rekinn að kvöldlagi frá dánarbeði föður síns á spítalanum á Akureyri .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.