Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 31
I þessu efni tók Þórhallur því hreina „prinsípsafstöðu“ sem horfði til fram-
tíðar. Þórhallur leit samt svo á að kirkjubyggingar og það sem þeim tilheyrði
hlyti að falla undir evangelísk-lúthersku kirkjuna eina.46 Um þetta efni ritaði
hann 1911:
Kirkjueignirnar eru gefnar í trúarþörf landsmanna, erfðafé gefið í því skyni
að halda uppi kristinni guðsþjónustu og trúarbragðakenslu. Til þessa verður
féð að ganga áfram, enda góður staður fyrir það, þjóðfélaginu til sannra heilla
En kirkjan á að sleppa fasteigninni við ríkið. Landið leysir jarðeignir,
mötur, kvaðir, ítök o.s.frv. til sín fyrir hæfilegt verð. Af því myndast höfuð-
stóll er ríkið geymir og ávaxtar og svarar vöxtum af árlega til kristinna trú-
félaga, að tiltölu réttri, þeim er fullnægja settum skilyrðum. Prestsetrin sem
nú eru ætti ekki að undanskilja við afhendingu fasteignanna. Búandi prestar
héldu auðvitað leiguréttinum fyrir sjálfa sig að landslögum.47
Lagði Þórhallur áherslu á að ofangreind úthlutun væri ekki fjárveiting
eða styrkur af ríkisins hálfu heldur niðurjöfnun á grundvelli eigna sem
gefnar hefðu verið til eflingar andlegs lífs í landinu. Þegar úrskurðað væri
hvaða kristin trúfélög ættu að öðlast hlutdeild í úthlutuninni taldi Þórhallur
eins og áður að ríkinu bæri að skera úr um „hvað undir það lýsingarorð
[þ.e. kristinn] kæmist“ og væri því treystandi til „frjálslegrar skýringar, hátt
46 Kirkjueignirnar 1896: 218.
47 Skilnaðarkjörin 1911: 274. Þórhallur byggði hér í stórum dráttum á sömu hugmyndum og fram
komu í áliti nefndar í neðri deild Alþingis 1909. Hún áleit eignarhald lúthersku þjóðkirkjunnar
á kirkjujörðum og kirkjum aðeins verða réttlætt siðferðilega ef litið væri svo á að þær hefðu
verið gefnar til „viðhalds trúarbrögðum í landinu, hver sem þau annars kunna að vera á hverjum
tíma.“ Því virtist henni eðlilegt að ríkið væri hinn rétti umráðandi allra fjármuna þjóðkirkjunnar
og bæri því að taka allar þessar eignir undir sig, láta meta þær og verja arði af þeim árlega til
að styrkja öll trúfélög í landinu í hlutfalli við félagatölu þeirra. Þá taldi nefndin að selja ætti
kirkjubyggingarnar en veita stærsta staðbundna safnaðarfélaginu (fríkirkjusöfnuðinum) er í þær
byði eða þeim söfnuði er hæst byði forkaupsrétt. Alþingistíðindi 1909(A): 1101. Lúthersk játning
sem slík skyldi með öðrum orðum ekki leiða til forréttinda. 1913 fjallaði Þórhallur Bjarnarson
enn um svipuð mál í nafnlausri grein í Nýjn kirkjublaSi. Þar kom fram að ummæli í kirkjurétti
Einars Arnórssonar (1912: 178) ýttu undir þann skilning að landssjóður ætti lénskirkjur og héldi
þeim eignarrétti þótt söfnuðir lögum samkvæmt tækju við umráðum þeirra. Sjóðurinn mundi því
eignast kirkjurnar með áhöldum og sjóðum legðist þjóðkirkjan niður. Eins bæri ekki að líta svo
á að utanþjóðkirkjusöfnuður eignaðist kirkjubyggingu þótt allir í viðkomandi þjóðkirkjusöfnuði
gengju honum á hönd. Biskup áleit „það alveg staðlausa hræðslu, að ríkið við skilnað legði undir
sig kirkjuhúsin, sér til fjárplógs, enda tel ég ríkið ekki hafa eignar-ráð kirkjufjár né kirkjuhúsa,
heldur fjáhald sem fyrir ómyndugan". Hvort einstakir söfnuðir eða kirkjufélagið í heild fengi
eignaryfirráðin við skilnað ríkis og kirkju væri síðan önnur spurning. Stjórnarráðið fjallaði síðan
um málið og leit svo á að „ekki mundi koma til mála að landssjóður gjöri tilkall til kirkjuhússins
með gripum og sjóði, hvernig sem litið er á eignarráð ríkisins að kirkjueignum að öðru leyti“.
Umráðin yfir kirkjunum 1913: 137-138.
29