Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 34

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 34
hann teldist hvorki siðspillandi né hættulegur.56 Á þessum tíma (1911) virðist Þórhallur biskup hafa litið svo á að fríkirkjuskipan gæti verið eftir- sóknarverður kostur í landinu að þeim skilyrðum upp fylitum sem hér hafa verið nefnd: að öll kristin trúfélög nytu afraksturs hinna fornu kirkjueigna og að þeim þjónuðu hæfir menn. f ljósi þess hve mikillar þekkingar og færni Þórhallur vildi krefjast af prestum eftir aðskilnað er athyglisvert að hann kveið því að við þá breytingu gætu stór svæði orðið án prestsþjónustu. Ottaðist hann raunar að heilar byggðir semdu við prest sem hugsanlega væri í þjónustu ákveðins safnaðar um að vera til taks til aukaverka þrátt fyrir að um miklar fjarlægðir yrði að ræða en nytu ekki reglulegrar þjónustu prests við guðsþjónustur.57 Árið eftir (1912) virðist hann þó bjartsýnni í þessu efni. Þá áleit hann að við aðskilnað myndu prestar njóta sömu kjara og aðrir opinberir embættismenn þótt ekki væru þeir konungsskipaðir. I því fólst að þeir nytu biðlauna er næmu tveimur þriðju af embættistekjum þeirra í fimm ár en að þeim tíma loknum eftirlauna hefðu þeir ekki fengið annað embætti. Hann áleit að flestir prestanna yrðu ráðnir áfram af söfnuðum sínum er fengju framan- greindan umþóttunartíma áður en þeir yrðu að axla ábyrgð á greiðslu prestlaunanna að fullu. 58 Þegar hér var komið sögu leit Þórhallur svo á að kæmi til aðskilnaðar yrði það fyrirkomulag að komast á að hver söfnuður væri fullkomlega sjálfstæður líkt og gerist hjá kongregationalistum. Hann taldi þó æskilegt að söfnuðirnir mynduðu með sér bandalag um ýmis samvinnumál en það mætti ekki skerða frelsi þeirra hvers um sig í innri málum. Sjálfur endursagði hann erindi sitt frá prestastefnu 1911 svo: Ræðumaður var alveg eindregið á því að kristilegt safnaðarlíf þjóðarinnar yrði framvegis, er til skilnaðarins kæmi, að byggjast á algerðu sjálfstæði og fullveldi hvers einstaks safnaðar. Guð og gæfan yrði svo því að ráða eftir á, hvort þessir söfnuðir vildu taka höndum saman til ýmiskonar samvinnu. Æskilegast væri það og mundi einmitt farsælast best með algeru frelsi hvers einstaks safnaðar. Bandalagið yrði til margskonar tryggingar og styrkingar, 56 Skilnaðarkjörin 1912: 44. Þórhallur gekk hér lengra en núgildandi lög um skráð trúfélög en samkv. 3. gr. þeirra ber að krefjast þess við skráningu trúfélags „að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú sem tengja má við þau trúarbrögð mannkyns sem eiga sér sögulegar eða menningarlegar rætur.“ Lög um skráð trúfélög 1999 nr. 108 28. desember. Slóð sjá heimildaskrá. 57 Skilnaðarkjörin 1911: 275-276. 58 Skilnaðarkjörin 1912: 42-43. Sjá Alþingistíðindi 1909(A): 1102. 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.