Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 38

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 38
dönsku stjórnarskrárinnar frá 1849 sem kvað á um gjöld til skóla almennt.74 Einmitt á þessum sama tíma felldu Danir það ákvæði þó brott úr stjórnar- skrá sinni.75 Virðist þessi almenna vörn trúfélögum til handa hafa verið talin tímaskekkja í Danmörku þegar komið var fram á annan áratug 20. aldar en hún aftur á móti þótt geta átt við hér á sama tíma enda voru forystumenn Islendinga lengi íhaldssamir í trúmálapólitík. Kvað Þórhallur ýmsa líta svo á að þetta nýja fyrirkomulag „yrði enn meira til að geirnegla ríkiskirkjufyrirkomulagið“, líklega vegna þess að breytingin myndi slá á óánægju með almenna gjaldskyldu til þjóðkirkjunnar og þar með slá á viðleitni margra til að veikja tengsl ríkis og kirkju. Kvað hann þó annað mundu koma á daginn.76 Síðarnefnda stjórnarskrárbreytingin stuðlaði eins og fram er komið að auknu frelsi fólks er stóð utan trúfélaga. Þórhallur biskup benti hins vegar á að hún horfði til hins verra fyrir fjárhag sókna og gæti gert rekstur kirkjubygginga örðugri í framtíðinni.77 Má aftur líta svo á að hér sé um að ræða atriði er hann sem æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar hafi talið sér bera að halda til haga. Ella hafa skoðanir hans breyst mjög frá því verið hafði tveimur árum áður en þá leit hann svo á að þeir sem vildu ekki gangast undir gjöld til kirkjumála ættu að njóta algers gjaldfrelsis.78 I síðari grein sinni um aðskilnað 1914 fjallaði Þórhallur um hvað ylli því að þjóðkirkjuskipanin héldist enn og hvað yrði væntanlega til þess að hún rynni skeið sitt á enda í framtíðinni. Taldi hann gagnsemina sem menn sæju í þjóðkirkjuskipaninni vera höfuðástæðuna fyrir því að hún héldist: .. .það sem uppi heldur þjóðkirkjunni, eða ríkiskirkjunni hér, sem í hverju öðru lútersku ríkiskirkjulandi, er gagnið, nytsemin, heillin, blessunin eða hverju nafni er nefna skal, sem ríkiskirkjan vinnur þjóðfélaginu, og það sem veldur skilnaðinum, eða uppsögn vistarinnar, er það ..., að hjúið er ekki álitið að vinna lengur fyrir mat sínum.79 74 DANMARKS RIGES GRUNDLOV af 5. juni 1849. Slóð sjá heimildaskrá. Gunnar G. Schram 1997: 466. 75 Gunnar Helgi Kristnisson 1994: 124-125. Gammeltoft-Hansen 1999: 325. 76 Hvað heldur - hvað veldur? 1914a: 69. Sjá m.a. gagnrýni Gísla Sveinssonar (1914: 205-206). 77 Hvað heldur - hvað veldur? 1914a: 70. 78 Skilnaðarkjörin 1912: 44. 79 Hvað heldur - hvað veldur? 1914b: 106. Með tilliti til þess gagns eða þeirra heilla sem þjóðkirkjan vinnur samfélaginu má minna á eftirfarandi orð föður Þórhalls, Björns Halldórssonar (1823-1882) í Laufási, frá 1879: „Hið besta, hið réttasta, hið eðlilegasta, hið tilætlaða af Drottni hygg eg án efa það vera, að kristin þjóðstjórn hafi og haldi og taki á sína þjóðmenningarskrá kristindóminn sem „hið fullkomna lögmál frelsisins“, er meiru varðar að innræta hjörtum 36 i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.