Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 45

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 45
söfnuður að vera sjálfstæð eining er réði sér í öllum grundvallaratriðum sjálf. Til samræmis við það taldi hann á þeim tíma að biskupsembættið hlyti að leggjast af við aðskilnað. Onnur hugsanleg túlkun felst í því að líta svo á að Þórhallur hafi fyrst og fremst verið raunsæismaður er leit svo á að aðskilnaður væri óhjákvæmilegur og að það væri hlutverk hans sem biskups að taka fullan þátt í að móta framkvæmdina og leggja grunn að þeirri skipan kirkjumála sem fylgja skyldi í kjölfarið. Hér er litið svo á að fyrri skýringin eigi fremur við, þ.e. að Þórhallur hafi raunverulega aðhyllst aðskilnað allt frá því hann tók að tjá sig um málið en að afstaða hans til þess hvaða skipan skyldi taka við af þjóðkirkjunni hafi þróast eftir því sem á leið. Þórhallur Bjarnarson fylgdi í öllu falli róttækari stefnu en Hallgrímur Sveinsson forveri hans í embætti hafði gert með fullum stuðningi presta- stéttarinnar. Þetta kom ekki í veg fyrir að Þórhallur fylgdi eftir tillögum meirihluta Kirkjumálanefndarinnar um kirkjuþing allt frá því þær komu fram. Getur hann enda hafa litið svo á að stofnun kirkjuþings væri spor í átt að aðskilnaði ríkis og kirkju þar til hann tók að aðhyllast hin kongregational- ísku sjónarmið sem ekki rúmuðu kirkjuþing nema þá með mun takmarkaðra valdssviði en tillögur meirihluta Kirkjumálanefndarinnar gerðu ráð fyrir. Þá leit hann svo á að kirkjuþing væri til mikilla bóta fyrir þjóðkirkjuna meðan hún á annað borð starfaði í tengslum við ríkisvaldið. Það gat því komið að góðum notum sem stofnun til bráðabirgða eða þar til frjálsir söfnuðir tækju til starfa í landinu. Útdráttur Greinin er önnur í röðinni í greinaflokki sem fjallar um baráttu fyrir sjálfstæðri þjóðkirkju á Islandi á öndverðri 20. öld. Hér er fjallað um hugmyndir Þórhalls Bjarnarsonar (1855-1916) prestaskólakennara og síðar biskups um tengsl ríkis og kirkju. Þórhallur framfylgdi í embætti þeirri stefnu sem þjóðkirkjan hafði gert að sinni, þ.e. að henni bæri aukið sjálfstæði og sjálfsstjórn en að tengslin við ríkis- valdið ættu að haldast. Persónulega var hann þó róttækari og virðist hafa litið svo á alla starfsævi sína að tengsl ríkis og kirkju hlytu að rofna og að það gæti verið fysilegur kostur fyrir kirkjuna. Þá gerðust hugmyndir hans um þá skipan sem taka ætti við af þjóðkirkjunni róttækari eftir því sem á leið. Framan af leit hann svo á að hér ætti að komast á fríkirkja sem að uppbyggingu og stjórn væri sem líkust þeirri kirkju sem starfaði í landinu þrátt fyrir að kirkjuþing hlyti að taka við hlutverki Alþingis sem löggjafi fyrir kirkjuna. Undir lok ævinnar leit hann svo á að hér ættu að starfa sjálfstæðir söfnuðir er sjálfir ákvæðu hver innbyrðis tengsl þeir væru. 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.