Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 53

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 53
og kirkjur eða guðslíkamahús geymir efni brauðs og víns eða líkama Krisrs í kristnu samhengi þá á lögmálið sér sjálfstæða hefð innan gyðingdóms að fornu og nýju. Leitin að Codex Legis Ioudaeorum Eitthvert elsta fyrirkomulag í menningu þjóða eru samskiptareglur eða lagabálkur í einni mynd eða annarri. Frá því í fornöld, til að mynda Codex Hammurabi (1800 f. Kr.)12, til þessa dags hafa lög verið skráð til viðhalds rétti og reglu í mannlegum samskiptum og þjóða í milli. Oft eru ekki varðveitt nema slitur af slíkum fornum lagabálkum en í öðrum tilvikum heilu lögmálsbækurnar. í samhengi gyðingdómsins kemur það nokkuð á óvart að þrátt fyrir margvíslegar lagahefðir sem varðveist hafa þá grundvalla þær einar og sér eða saman ekki tæmandi lagabálk (lat. Codex legis). I Gamla testamentinu eru varðveitt ýmis söfn eins og í Mósebókum, t.d. Önnur Mósebók (Exodus) 21.1-23.19/24.18 (reglur (hebr. mispatim) sem mynda hluta af vikulegum lestrum úr Lögmálinu (hebr. Torah) eða lestur átjándu viku í almanaki Gyðinga); Þriðja Mósebók (Leviticus) 17-26 (Heilagleikalögin); og Fimmta Mósebók (Deuteronomium) 12-26 (safn af lagaákvæðum). Enda þótt Mósebækurnar fimm hafi frá fornu fari verið þekktar sem Lögmálið eða Lögmálsbók Gyðinga þá fer því fjarri að allt efni þeirra sé lagaefni. I raun ægir þar saman efni af ýmsum toga eða allt frá fjarstæðukenndum sköpunarfrásögnum til konungahirða; frá sáttmálum á milli almættisins og mannfólksins til reglugerða um mannleg samskipti og helgihald.13 Lögmálshefð Gyðinga í þessu samhengi er því götótt og víða vantar ákvæði um einstök mál og eins er iðulega aðeins getið um eina hlið í ádeilu- máli. Ekki er þó endilega víst að ævinlega sé um galla í lagalegu tilliti að ræða því margt hefir misfarist í aldanna rás og því einu haldið til haga sem þótti af einhverjum ástæðum tilefni til að varðveita í samhengi sem er utan lagasafna. Þá verður ekki dregin upp nein tæmandi mynd af dómskerfum eða refsiákvæðum sem stundum eru jafnvel framsett með þeim hætti að til að mynda megi taka einhvern af lífi fyrir tiltekinn glæp án þess að það sé gert að skilyrði.14 Lögmálsbækur Gyðinga eru þannig ekki lagabálkar á sama 12 Texta lagabálksins á frummálinu (akkadísku) er m.a. að finna hjá E. Bergmann, S.J., útg., Codex Hammurabi: Textus Primigenius 1953. 13 Sbr. Michael Fishbane, Biblical Interpretation in Ancient Israel 1985, s. 91. 14 Fischbane, sama rit, s. 91-92 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.