Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 53
og kirkjur eða guðslíkamahús geymir efni brauðs og víns eða líkama Krisrs
í kristnu samhengi þá á lögmálið sér sjálfstæða hefð innan gyðingdóms að
fornu og nýju.
Leitin að Codex Legis Ioudaeorum
Eitthvert elsta fyrirkomulag í menningu þjóða eru samskiptareglur eða
lagabálkur í einni mynd eða annarri. Frá því í fornöld, til að mynda
Codex Hammurabi (1800 f. Kr.)12, til þessa dags hafa lög verið skráð til
viðhalds rétti og reglu í mannlegum samskiptum og þjóða í milli. Oft
eru ekki varðveitt nema slitur af slíkum fornum lagabálkum en í öðrum
tilvikum heilu lögmálsbækurnar. í samhengi gyðingdómsins kemur það
nokkuð á óvart að þrátt fyrir margvíslegar lagahefðir sem varðveist hafa þá
grundvalla þær einar og sér eða saman ekki tæmandi lagabálk (lat. Codex
legis). I Gamla testamentinu eru varðveitt ýmis söfn eins og í Mósebókum,
t.d. Önnur Mósebók (Exodus) 21.1-23.19/24.18 (reglur (hebr. mispatim)
sem mynda hluta af vikulegum lestrum úr Lögmálinu (hebr. Torah) eða
lestur átjándu viku í almanaki Gyðinga); Þriðja Mósebók (Leviticus) 17-26
(Heilagleikalögin); og Fimmta Mósebók (Deuteronomium) 12-26 (safn
af lagaákvæðum). Enda þótt Mósebækurnar fimm hafi frá fornu fari verið
þekktar sem Lögmálið eða Lögmálsbók Gyðinga þá fer því fjarri að allt efni
þeirra sé lagaefni. I raun ægir þar saman efni af ýmsum toga eða allt frá
fjarstæðukenndum sköpunarfrásögnum til konungahirða; frá sáttmálum á
milli almættisins og mannfólksins til reglugerða um mannleg samskipti og
helgihald.13
Lögmálshefð Gyðinga í þessu samhengi er því götótt og víða vantar
ákvæði um einstök mál og eins er iðulega aðeins getið um eina hlið í ádeilu-
máli. Ekki er þó endilega víst að ævinlega sé um galla í lagalegu tilliti að
ræða því margt hefir misfarist í aldanna rás og því einu haldið til haga sem
þótti af einhverjum ástæðum tilefni til að varðveita í samhengi sem er utan
lagasafna. Þá verður ekki dregin upp nein tæmandi mynd af dómskerfum
eða refsiákvæðum sem stundum eru jafnvel framsett með þeim hætti að til
að mynda megi taka einhvern af lífi fyrir tiltekinn glæp án þess að það sé
gert að skilyrði.14 Lögmálsbækur Gyðinga eru þannig ekki lagabálkar á sama
12 Texta lagabálksins á frummálinu (akkadísku) er m.a. að finna hjá E. Bergmann, S.J., útg., Codex
Hammurabi: Textus Primigenius 1953.
13 Sbr. Michael Fishbane, Biblical Interpretation in Ancient Israel 1985, s. 91.
14 Fischbane, sama rit, s. 91-92
51