Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 65
Rannsóknir á munnlegum geymdum urðu vinsælar á nítjándu öld meðal
mannfræðinga og þjóðfræðinga sem leituðust við að rannsaka hvernig
hefðir væru varðveittar og hvernig þeim væri miðlað í samfélögum eins og á
Balkanskaga eða í Arabíu og ýmsum öðrum samfélögum þar sem þessi venja
var enn við líði á þessum tíma en hefir farið þverrandi æ síðan enda þótt
ekki sé unnt að útiloka að enn séu samfélög sem miðla yngri kynslóðum af
þessari reynslu sinni.66 Og reyndar er það svo að á meðal frumbyggja eins og
í Suður og Norður Ameríku og Astralíu og víðar þá hefir þessi hefð fengið
byr undir vængi að nýju í einhvers konar uppreisn gegn nútímavæðingu
þessara þjóða.67 Margt mun þó hafa glatast í millitíðinni eða frá því aðrir
miðlar urðu þessum þjóðum aðgengilegir og hafa verið í höndum þeirra
allar götur síðan.
Formsögulegar rannsóknir á textum Nýja testamentisins en einkum
guðspjöllunum ólu af sér þá skoðun að þeir væru flestir upprunnir á meðal
alþýðufólks og ekki bókmenntir í flokki þeirra sem Grikkir og Rómverjar
höfðu skapað um aldir þegar rit Nýja testamentisins urðu til.68 A sama tíma
eða fyrir nærri hundrað árum og fram eftir síðustu öld var alltaf nokkuð
um það að nýjatestamentisfræðingar leituðust við að skoða hinar kristnu
bókmenntir út frá kenningum um munnlegar geymdir. En ekki er unnt að
segja að þær hafi orðið langlífar og á undanförnum áratugum hafa til að
mynda rannsóknir á sviði mælskufræða sýnt fram á að rit Nýja testament-
isins, þar með talin bréfin, séu vandalega skrifaðar bókmenntir sem endur-
spegla menntun á sviði mælskufræðinnar en kennsla í samsetningu texta er
þar einhver mest áberandi þátturinn.69 I þessu sambandi hefir ítrekað verið
bent á að sérfræðingar hafi ekki úr öðru að vinna en textum og að það sé í
raun tímasóun að glíma við spurningar um hugsnalegar munnlegar geymdir
að baki þeim eða hluta þeirra. Því jafnvel ef unnt væri að sýna fram að
munnlegar geymdir þá eru textarnir það form sem þær eru innsiglaðar með
og því verður ekki breytt úr þessu. í besta falli gætu rannsóknir á munn-
Second Temple Jndaism 2003. Um halakha túlkun í guðfræðilegu og sögulegu samhengi sjá t.d.,
David Novak, Law and Theology in Judaism, Volumes 1-2 1974-1976; Halakhah in Theological
Dimension 1985; Natural Law in Judaism 1998.
66 Sjá t.d., Michael E. Meeker, Literature and Violence in North Arabia 1979.
67 Sjá t.d., Renato Rosaldo, Culture and Truth: The Remaking of Social Analysis 1989.
68 Sbr. Martin Dibelius, Die Formgeschichte des Evangeliums 1919.
69 Sbr. t.d., Burton L. Mack, Rhetoric and the New Testament 1990, s. 25—48.
63