Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 71
40. Pmkas Halakha Erets-Yisrael (Halakha handbók fyrir landið Israet)
41. Kitsur Sefer Hamaasim (Stutt damabók)
42. Hilkhot Treifot (Lög um bannfiert kjötr, aðeins brot varðveitt)
43. Siddur Halakha (Lög um sdlma(söng)-, á meðal Geniza handritanna í Kaíró)
44. Aletranir (t.d. The Rehov Inscription)
45. Framlag ýmissa rabbína varðveitt sem midrashim í heimildum sem bætt
er við Jerúsalem og Babýloníu Gemara hefðirnar: R. Hanina, R Yoshua
ben Levi, R. Yohanan, R. Ammi, R. Assi, Rav. Rav Yehuda, Rabbah, Rav
Nahman, Abaye, Rava, Rav Ashi, R. Yitshak og R. Tanhuma (einkum
varðveitt í iiðum 45-46)
46. Tannaic Midrasb. T.d. Mekilta (Mekilta er samheiti við hebreska orðið
middah (fl. middot) eða reglur; það er notað sérstakleg um midrashim
rabbína á Annarri Mósebók); Sifra (Midrashim á Þriðju Mósebók); Sifre
(Midrashim á Fjórðu og Fimmtu Mósebók)
47. Amoraic Midrash: T.d. Genesis Rabbab, Leviticus Rabbab, Pesikta de-Rav
Kahana-, Seder Eliyahu Rabbah
48. Savoraim (Rökfræðingar; rabbínar í Persíu um 500 e. Kr.), Genoim
(Dýrðleikar; rabbínar í Babýlóníu um 700 e. Kr.), Rishonim (Uppsetning;
rabbínar á miðöldum um 1000-1500), Acaharonim (Þeir sem reka lestina;
rabbínar frá um 1500 til dagsins í dag)
Heimildir úr kristindómi (Itarlegt en ekki tæmandi yfirlit um þessi verk er að finna
í Segal, „Jewish Christianity", s. 326-351):
49. Ræðuheimildin (Q)
50. Jakobsbréf
51. Matteusarguðspjall (o. fl. gðspjöll)
52. Postulasagan og efni í bréfum Páls postula; Efni í öðrum ritum Nýja
testamentisins0
53. Efni í apókrýfum ritum Nýja Testamentisins: T.d. Tómasarguðspjall og liður
54 og áfram
54. Efni í verkum Postulafeðranna: Einkum: Fyrra Klemensarbréf, Tólf postula-
kverið (Didache), Barnabasarbréf og Ignatíusarbréf
55. Efni í verkum Skugga-Klemensar
84 Á fyrsta hluta tuttugustu aldar unnu þeir Hermann L. Strack og Paul Billerbeck ítarlegt
ritskýringarverk í sex bindum þar sem leitast var við að útskýra ýmiss konar efni í ritum Nýja
testamentisins í ljósi Talmút og midrashim hefða rabbína. Aðferðafræði þeirra stenst ekki í
ljósi þess að þeir eru í flestum tilvikum að vinna með hefðir sem eru mun yngri en rit Nýja
testamentisins. Engu að síður er þetta verk þeirra gagnlegt í því Ijósi að þar eru dregnar fram
hliðstæður sem enn má notast við en eðlilegra væri að líta svo á að efni í Nýja testamentinu
mætti nota til að ritskýra efni í hinni rabbínsku lagahefða (Kommentar zum Neuen Testament aus
Talmud und Midrasch 1926—1928).
69