Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 79
þær birtust í riti hans Kristindóminum (þ. Das Wesen des Christentums).'
Þessum sjónarmiðum var haldið að almenningi með ýmsum hætti. Tvær
heimsstyrjaldir leiddu ekki til neinnar teljandi endurskoðunar á þeim fram-
farahugmyndum um kristindóminn sem frjálslyndu guðfræðingarnir vildu
að lægju boðun og starfi íslensku kirkjunnar til grundvallar.
Þrátt íyrir það róttæka uppgjör við frjálslyndu guðfræðina, sem átti sér
stað um miðbik aldarinnar, hafa sjónarmið hennar um kristna trú haldist
tiltölulega stöðug í trúarvitund þjóðarinnar. Skýringin á því kann að liggja í
framförum í atvinnu- og menntamálum, sigrum í sjálfstæðisbaráttu, bættum
lífskjörum o.s.frv. Astæðurnar liggja með öðrum orðum í auknu valdi
Islendinga á eigin málum og vaxandi velmegun nær alla 20. öldina. Það sem
vekur athygli í uppgjöri guðfræðinga - bæði í upphafi aldarinnar og síðar
um miðbik hennar - er það að þeir grípa til Lúthers og kennivalds hans og
nýjustu rannsókna í biblíufræðum til að styðja gagnrýni sína.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir tveimur höfundum sem nýttu sér
Lúther á þennan hátt, annars vegar Friðrik J. Bergmann (1858-1918) og
hins vegar Sigurbjörn Einarsson. Friðrik heyrir til fyrstu kynslóð frjáls-
lyndra guðfræðinga og hafði mikil áhrif á íslenska guðfræði.1 2 Hann greip
til guðfræði Lúthers til að réttlæta notkun sögurýninnar (þ. historisch-
kritische Forschung) til að ljúka upp ritningunni sem orði Guðs. Atökin
um réttmæti þess við upphaf 20. aldarinnar tengdust mikið vinnunni við
þýðingu Biblíunnar og útkomu hennar 1912.3 Sigurbjörn Einarsson nýtir
sér á hinn bóginn Lúther og guðfræði hans til að gagnrýna mannskilning
og frelsunarfræði frjálslyndu guðfræðinnar. I þeim deilum var líka tekist
á um réttan kirkjuskilning. Frjálslynda guðfræðin setti á oddinn þjóð-
kirkjuhugtakið og átti þar vissa samleið með leikmannahreyfingunni, en
þegar leið fram á miðja öldina kom fram á sjónarsviðið, samhliða nýrétt-
trúnaðinum, hákirkjuskilningur með áherslu á vægi biskupsembættisins.
Núningur var og er nokkur innan kirkjunnar vegna þessa mismunandi
1 Adolf von Harnack, Das Wesen des Christentums, 4. útg. 1964 (1. útg. 1900), Miinchen og
Hamborg; Adolf von Harnack, Kristindómurinn, íslensk þýðing eftir Ásmund Guðmundsson,
Seyðisfjörður 1926.
2 GuðfræBingatal 1847-2002 II, ritstj. Gunnlaugur Haraldsson, Reykjavík 2002, 976-977; Friðrik
J. Bergmann, Trú ogþekking, Reykjavík 1916, 112-116.
3 Jón Helgason, Grundvöllurinn er Kristur, Reykjavík 1915, 44-55; Friðrik J. Bergmann, Trú
og þekking, 118-121; Gunnlaugur A. Jónsson, „Þýðingarstarf Haralds Níelssonar og upphaf
„biblíugagnrýni“ á íslandi", STI4, Reykjavík 1990, 67-75 [57-84].
77