Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 83
Friðrik Friðriksson (1868-1961) sem hóf slíkt starf í Reykjavík.17 Flann var
í nánu samstarfi við samtökin í Danmörku og varð vel ágengt.
Vandinn sem menn stóðu hins vegar frammi fyrir var sá, að mati
Friðriks J. Bergmanns, að um sömu gömlu guðfræðina var að ræða í lítið
eitt breyttum búningi.18 I Reykjavík vottaði fyrir borgarastétt sem hafði
á að skipa m.a. verslunar-, útgerðar- og embættismönnum sem margir
hverjir unnu leynt og ljóst að sjálfstæði þjóðarinnar. Nýjungar í kirkjulífi,
sem sóttar voru til Danmerkur og framkvæmdar undir „dönsku“ eftirliti,
voru því litnar hornauga. Við það bættist að um leikmannahreyfingu var að
ræða sem átti litla samleið með þeirri borgarastétt sem var í mótun.19 Þessi
viðbrögð nægðu ekki, vandinn lá dýpra, það varð að losa boðun kirkjunnar
undan fargi kenninga sem gerðu ráð fyrir að maðurinn væri einungis
þolandi en ekki gerandi.20 Þegar mest lesna fermingarkver frá þessum tíma
er skoðað, þá blasir þessi vandi við. Þegar kaflinn þar um syndina er skoð-
aður kemur í ljós að syndin er ekki bundin tilvistarlegri stöðu mannsins,
heldur samofin verki hans svo að öll gjörð mótast af henni.21
Þessarar kenningar voru þunglamalegar og í andstöðu við þá framfaratrú
sem mótaði samfélagið í æ ríkari mæli. Stíga þurfti skrefið frá guðfræði
þolandans yfir til guðfræði gerandans. Friðrik J. Bergmann segir: „Vér eigum
mikið af prédikunum fyrir mótlætismanninn, en tiltölulega lítið fyrir meðlæt-
ismanninn.“22 Það sem leysti þessa nýju guðfræði úr læðingi voru kynni af
nýjum rannsóknum í biblíufræðum, vinnan við nýju biblíuþýðinguna og
umræða tengd útkomu hennar 1908.23 Aðalþýðendurnir Haraldur Níelsson
og Jón Helgason komust í bein tengsl við sjónarmið biblíurannsókna og þær
nýjungar sem settar voru fram í krafti sögurýninnar. I tengslum við þetta
starf verður frjálslynda guðfræðin ekki einungis mótandi í guðfræðiumræðu
17 Pétur Pétursson, „Trúarhreyflngar í Reykjavík tvo íýrstu áratugi 20. aldar - Seinni hluti“, í: Saga
XIX, Reykjavík 1981, 181 [177-274].
18 Friðrik J. Bergmann, ísland um aldamótin, 297-301.
19 Pétur Pétursson, „Trúarhreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar - Seinni hluti“,
244-245, 249-251.
20 Friðrik J. Bergmann, ísland um aldamótin, 316-321.
21 Helgi Hálfdánarson, Helgakver, (1. útg. 1877) 13. útg., Reykjavík 2000, 107-112.
22 Friðrik J. Bergmann, ísland um aldamótin, 315: Benjamín Kristjánsson, íslenskir guðfraðingar
1847—1947, minningarrit á aldarafmali Prestaskólans. 1. bindi: Saga Prestaskólans og Guðfmðideildar
Háskólans 1847-1947, Reykjavík 1947, 221-230, 292-300.
23 FriðrikJ. Bergmann, Tní ogþekking, 114-121, 128-132; Gunnlaugur A. Jónsson, „Þýðingarstarf
Haralds Níelssonar og upphaf „biblíugagnrýni" á íslandi", 57-84.
81