Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 90
Trúin á Krist, sem maðurinn eigi í hjarta og samvisku, sé mælikvarðinn
sem beitt sé á alla umfjöllun um trú og kenningakerfi henni tengd. Lúther
hafi þó ekki sjálfur haldið þessu sjónarmiði á lofti, því að mikið úr arfleifð
miðaldakirkjunnar, svo sem kenningin um erfðasyndina, þrenninguna, tvö
eðli Krists o.s.frv., megi finna í guðfræði hans. Það sem standi upp úr sé að
ekki megi rugla saman trú og kenningu, samfélagi trúaðra við kirkjuna sem
stofnun. Þessi aðgreining sé skýr hjá hinum unga Lúther, einkum í ritum
hans frá árunum 1519-1524.61 Ljóst er að Friðrik J. Bergmann hefur mikið
til síns máls þegar hann fullyrðir að nýguðfræðin hafi Lúther og guðfræði
hans sín megin, en ekki fulltrúar rétttrúnaðarins.
3. Breytt staða kirkju og kristni
Þegar Sigurbjörn Einarsson kom fram á ritvöllinn tæpum 30 árum eftir
Friðrik J. Bergmann og kynnti ný sjónarmið í umræðu guðfræðinga, hafði
margt breyst í íslensku samfélagi. Island hafði þegar eigin stjórnarskrá frá
1874 með trúfrelsisákvæði og ákvæði um evangelísk-lútherska þjóðkirkju,
1904 fékk landið heimastjórn, 1918 fullveldi og 1944 var sjálft lýðveldið
stofnað. Sjálfstæðisbaráttan hafði náð hámarki og þjóðin sjálf tókst nú
á við vandamál án hjálpar Dana. Spennan innan samfélagsins sem sjálf-
stæðisbaráttan hafði hulið kom nú upp á yfirborðið.62 Stjórnmálaöfl og
flokkar tóku skýrari afstöðu til samfélagsmála í samræmi við þá stétt sem
þeir voru fulltrúar íyrir. Verkalýðshreyfmgin efldist ár frá ári. Jafnaðarmenn
og kommúnistar voru mótandi í samfélagsumræðunni og áhrifavaldar í
menningarlífi þjóðarinnar.63 Þessum stefnum fylgdi gagnrýni á trú, kirkju
og kristni.64
Sigurbjörn bendir á að þegar um aldamótin hafi andkirkjulegar hreyfmgar
meðal menntamanna verið áberandi. Margir aðhylltust róttæka efnishyggju
og sameinaðist andúð þeirra oft gagnrýni verkalýðshreyfinga á kirkjuna.65
Frjálslynda guðfræðin leitaðist við að mæta henni með áðurnefndum sjón-
armiðum. En hjá Haraldi Níelssyni, prófessor við guðfræðideildina, tengdist
hún spíritismanum á sérstakan hátt. Spíritisminn var að áliti Haralds og
61 Friðrik J. Bcrgmann, Trú ogþekking, 71.
62 Pétur Pétursson, „Þjóðkirkja, frelsi og f]ölbrcytni“, 199.
63 Sama rit, 295-298.
64 Gunnar Kristjánsson, „Kirkjan og bókmenntirnar", í: Til móts við nútímann — Kristni á íslandi,
IV. bindi, ritstj. Hjalti Hugason, Reykjavík 2000, 219-221 [217-222].
65 Sigurbjörn Einarsson, „Island“, í: TRE 16, 365-366 [358-368].
88