Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 102

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 102
ofbeldi? Hvaða orð og hugtök notar sú fræðigrein til þess að lýsa því sem kynferðislegt ofbeldi orsakar í lífi manneskju sem fyrir því verður?" Fortune velur að styðjast við hið klassíska, guðfræðilega hugtak synd. Hvers eðlis er þá synd kynferðislegs ofbeldis, að hennar mati? Svar Fortune við þeirri spurningu er þríþætt og varðar manneskjuna sem persónu, tengsl hennar við aðra og að lokum hið samfélagslega svið. Ef við byrjum á fyrsta atriðinu sem varðar hið persónulega svið þá er kynferðislegt ofbeldi synd vegna þess að það brýtur gegn persónulegum mörkum og frelsi manneskjunnar til að ráða yfir eigin líkama og gjörðum. Sá sem það fremur óvirðir persónuna sem fyrir því verður með því að hlut- gera hana og meðhöndla hana ekki lengur sem persónu með eigin vilja.12 Þannig skapar kynferðislegt ofbeldi fórnarlamb úr þeirri manneskju sem fyrir því verður því persónan er svipt valdi til að ráða yfir sjálfri sér og eigin líkama. Að lokum, segir Marie Fortune, er kynferðislegt ofbeldi gjörningur sem afskræmir og misnotar kynverund persónunnar.13 Um annað atriðið, hina tengslalegu vídd, segir Fortune aðeins eitt og það er að kynferðislegt ofbeldi sé synd þar sem eigi sér stað svik, því það traust sem áður ríkti milli persóna sé að engu gert.14 Hvað varðar þriðja atriðið þar sem samfélagið kom inn í myndina, bendir hún á að kynferðislegt ofbeldi sé synd í þeirri merkingu að slíkt þrífist einungis í umhverfi þar sem ríki andrúmsloft kynjahyggju, kynþáttahyggju eða gagnkynhneigðarhyggju. í samfélögum þar sem slík viðhorf fái þrifist séu konur og börn ekki óhult. Slík viðhorf hafi samfélaglega slæm áhrif á öll félagsleg tengsl manna, hvort sem það sé innan fjölskyldu, milli vina, samstarfsmanna eða kunningja.15 Að endingu undirstrikar Fortune að í öllum tengslum fólks þar sem ekki ríki valdajafnvægi, svo sem milli foreldra og barns, kennara og nemanda, prests og sóknarbarns, megi finna enn aðrar víddir kynferðislegs ofbeldis. Hún nefnir fjögur atriði: Þá synd að fullorðnir brjóti gegn barni með því að vernda það ekki eða stuðla ekki að velferð þess, að fullorðnir misbeiti 11 Fjölmargir kvenguðfræðingar hafa notað orðið synd til þess að tjá þann veruleika sem skapast við kynferðislegt ofbeldi. Ein þeirra er Toinette M. Eugene í grein sem kallast „Swing Low, Sweet Chariot!“ og birtist í bókinni Violence Against Women and Children: A Chrístian Theological Sourcebook. (ritstj. Carol Adams og Marie M. Fortune) 1995, bls. 185-200. 12 Hér bergmála svo ekki verður um villst siðfræðileg stef eins þekktasta heimspekings Vesturlanda, Immanuel Kants. 13 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls.67. 14 Fortune, Marie M. 2005. Sama rit, bls.67. 15 Fortune, Marie M. 2005. Sama rit, bls.68.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.