Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 103

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 103
valdi sínu, að þeir nýti sér auðsæranleika þess sem er minnimáttar og að lokum að þeir fullorðnu virði ekki þá stöðu sem hinn minnimáttar er ætíð í gagnvart þeim sem hefur meira vald, sem útiloki að hinn minnimáttar geti gefið fullgilt samþykki.16 Kjarninn í ofangreindum atriðum hjá Fortune er fyrst og fremst sá siðferðilegi skaði sem af hlýst þar sem kynferðislegt ofbeldi fær að þrífast. En hún leitast við að tjá eitthvað meira og dýpra en það. Með synd á hún við bæði rof og rán. Það sem er rifið í sundur er fyrst og fremst traust; traust manna í millum sem hefur síðan áhrif á allt samfélagið. Jafnframt eru þeir einstaklingar sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi rændir. Þeir eru rændir trausti sem er nauðsynleg undirstaða mannlegrar tilveru en einnig túlka ég það svo að þeir séu rændir siðferðilegu valdi yfir eigin lífi og velferð. Þeir verða siðferðilegir þurfalingar í stað þess að vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Þjáningar þeirra lama þá og gera þá óvirka. Túlkun mín á þessu atriði hjá Fortune er að þetta geti einkum orðið niðurstaðan þegar um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum sé að ræða. Þau eru rænd tilfinn- ingum sínum og upplifunum þegar þau neyðast til að bregðast við þörfum ofbeldismannsins. Við þetta missa þau tengsl við eigið sjálf. Langvarandi kynferðisleg misnotkun rænir börn sjálfsvitund en einnig hæfileikanum til að lifa og starfa sem siðferðisverur. Mörg dæmi eru um að fullorðnir einstaklingar, sem hafa verið fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar sem börn, eigi í erfiðleikum með að ná tökum á lífi sínu. Sem börn voru þau rænd, ekki bara sjálfsvitund sinni, heldur einnig hæfileikanum til að stjórna eigin lífi og taka ábyrgð á því. I þessu samhengi er mjög mikilvægt, að mínu mati, að undirstrika að orðið rán merkir ekki endilega að ránið sé óafturkræfur atburður.17 Það er mögulegt að skila ránsfengnum og afhenda hann aftur eiganda sínum. Það er það sem gerendum kynferðislegs ofbeldis ber að gera gagnvart fórnarlömbum sínum, þeim ber að iðrast gjörða sinna, biðja fyrirgefningar og leitast við að bæta skaðann. Það er einnig það sem allt samfélagið þarf að taka höndum saman um að gera: Þeir einstaklingar sem hafa verið rændir 16 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls.68. 17 Fortune er mjög skýr varðandi þetta atriði og talar um „stolen, not lost“, stolið en ekki tapað. Hún vitnar í ljóð eftir Marian Lovelace með sama nafni en Lovelace þessi varð að þola kynferðislegt ofbeldi af hálfu kaþólskra presta sem barn. Fyrsta erindi þessa Ijóðs hljóðar svo: „I learned a valuable lesson about responsibility. I now know where to leave the shame and blame. I am beginning to discover the truth - Many of my precious gifts were stolen, not lost!” 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.