Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 106

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 106
túlka svo að fyrirgefning sé það markmið sem stefnt er að í bataferlinu en þegar betur er að gætt er það ekki gefinn hlutur. Aður en fjallað verður um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar beini ég þó sjónum að þeim sjö atriðum sem Fortune álítur nauðsynleg í bataferlinu sem slíku, áður en til mögulegrar fyrirgefningar getur komið. Mikilvægi þess að fá að segja sannleikann/sögu sína Fyrsta atriðið hjá Fortune fjallar um þá ósk þolenda að fá að segja sögu sína, „segja sannleikann“ um hvað þau hafi upplifað. Þetta fjallar þó ekki fyrst og fremst um staðreyndir málsins, heldur fremur um þær tilfinningar og þá merkingu sem þolandinn leggur í söguna. Þolendur, bendir Fortune á, þurfa á öruggum, óopinberum stað að halda þar sem þau geta sagt sögu sína. Það sem kallað sé „staðreyndir“ geti breyst lítillega í meðförum eftir ástandi minnis þeirra. Það sé þó ekki aðalatriði heldur skipti höfuðmáli hér að sá sem brotið hefur verið á, fái tækifæri til að segja þessa sögu. Síðar í ferlinu megi vera að fórnarlambið kjósi að segja sögu sína á opinberum stað. Sumir vilji það, aðrir ekki. Margir höndli það alls ekki á meðan aðrir upplifi að mikilli byrði hafi verið af þeim létt við það að rjúfa þögnina um hina skelfilegu atburði.22 Aðalatriðið hjá Fortune um þetta atriði fjallar um hina djúpstæðu, sálrænu þörf fórnarlamba kynferðisofbeldis til að skilja af hverju atburðurinn átti sér stað. Sé mögulegt að svara því, sé það í hugum margra þeirra nokkurs konar vörn gegn því að slíkt geti endurtekið sig. Þessi leit að svari, segir Fortune, er því heilbrigðismerki. Það feli í sér að viðkomandi vilji ná aftur stjórn á lífi sínu. Oft komi þó fram mjög einfölduð svör, ekki síst á hinu trúarlega sviði. Ekki sé t.d. óalgengt að þolendur trúi því að Guð hafi verið að refsa viðkomandi. Trúarlegar hugmyndir um synd, sekt og nauðsyn þjáningar liggi oft slíkum skýringum til grundvallar. Einnig sé algengt að fólk spyrji: Af hverju verndaði Guð mig ekki fyrir þessu, því kom hann ekki í veg fyrir þetta? I hinum margvíslegu, einfölduðu svörum sem þolendur gefi sér, sé Guð gerður ábyrgður fyrir því sem gerðist. Flann hljóti að hafa einhvern tilgang í huga með þessari þjáningu. Fólk gangi oft mjög langt í að reyna að finna þennan æðri tilgang. I þessu samhengi bendir Fortune á söguna í Jóhannesarguðspjalli þar sem Jesús er spurður um tilgang og merkingu þjáningar mannsins sem fæddist blindur (Jóh 9.1-12): „Rabbí, hvort hefur 22 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls. 135—136. 104
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.