Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 106
túlka svo að fyrirgefning sé það markmið sem stefnt er að í bataferlinu en
þegar betur er að gætt er það ekki gefinn hlutur. Aður en fjallað verður
um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar beini ég þó sjónum að þeim sjö
atriðum sem Fortune álítur nauðsynleg í bataferlinu sem slíku, áður en til
mögulegrar fyrirgefningar getur komið.
Mikilvægi þess að fá að segja sannleikann/sögu sína
Fyrsta atriðið hjá Fortune fjallar um þá ósk þolenda að fá að segja sögu
sína, „segja sannleikann“ um hvað þau hafi upplifað. Þetta fjallar þó ekki
fyrst og fremst um staðreyndir málsins, heldur fremur um þær tilfinningar
og þá merkingu sem þolandinn leggur í söguna. Þolendur, bendir Fortune
á, þurfa á öruggum, óopinberum stað að halda þar sem þau geta sagt sögu
sína. Það sem kallað sé „staðreyndir“ geti breyst lítillega í meðförum eftir
ástandi minnis þeirra. Það sé þó ekki aðalatriði heldur skipti höfuðmáli
hér að sá sem brotið hefur verið á, fái tækifæri til að segja þessa sögu. Síðar
í ferlinu megi vera að fórnarlambið kjósi að segja sögu sína á opinberum
stað. Sumir vilji það, aðrir ekki. Margir höndli það alls ekki á meðan aðrir
upplifi að mikilli byrði hafi verið af þeim létt við það að rjúfa þögnina um
hina skelfilegu atburði.22
Aðalatriðið hjá Fortune um þetta atriði fjallar um hina djúpstæðu, sálrænu
þörf fórnarlamba kynferðisofbeldis til að skilja af hverju atburðurinn átti sér
stað. Sé mögulegt að svara því, sé það í hugum margra þeirra nokkurs konar
vörn gegn því að slíkt geti endurtekið sig. Þessi leit að svari, segir Fortune,
er því heilbrigðismerki. Það feli í sér að viðkomandi vilji ná aftur stjórn á
lífi sínu. Oft komi þó fram mjög einfölduð svör, ekki síst á hinu trúarlega
sviði. Ekki sé t.d. óalgengt að þolendur trúi því að Guð hafi verið að refsa
viðkomandi. Trúarlegar hugmyndir um synd, sekt og nauðsyn þjáningar
liggi oft slíkum skýringum til grundvallar. Einnig sé algengt að fólk spyrji:
Af hverju verndaði Guð mig ekki fyrir þessu, því kom hann ekki í veg fyrir
þetta? I hinum margvíslegu, einfölduðu svörum sem þolendur gefi sér, sé
Guð gerður ábyrgður fyrir því sem gerðist. Flann hljóti að hafa einhvern
tilgang í huga með þessari þjáningu. Fólk gangi oft mjög langt í að reyna
að finna þennan æðri tilgang. I þessu samhengi bendir Fortune á söguna
í Jóhannesarguðspjalli þar sem Jesús er spurður um tilgang og merkingu
þjáningar mannsins sem fæddist blindur (Jóh 9.1-12): „Rabbí, hvort hefur
22 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls. 135—136.
104